Þeir hengdu Saddam. Ástæðan var sú að hann var kvalari og fjölmargir létu lífið í stjórnartíð hans. Hef hvergi séð að hann hafi staðið í aftökum prívat og persónulega.
Bush! Hvað er hann og hans samverkamenn að gera? Þeir eru að stríða út um allan heim! Í Írak á kolröngum forsendum. Lugu heiminn fullan og réðust inn í landið. Sennilega út af olíu þegar öllu er á botninn hvolft.
Á hverjum einasta degi falla tugir ef ekki hundruða í bardögum á milli hópa í Írak. Ástæðan er fyrst og fremst það ástand sem Bush og hans fylgitindátar hafa skapað.
Hver er munur á þessu tvennu.
Getum við ekki með einhverjum afgerandi hætti mótmælt og fylgt þeim mótmælum eftir.
Hvernig er háttað þeirra lýðræði, hvert er þeirra frelsi. Hverjar eru þeirra hugsjónir? Fangelsin á Kúbu??? Fyrst Saddam var hendur, þá ætti með sömu röksemdum að lát Bush dingla.
Bush varaður við að fara út í hernaðarátök við Írana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.1.2007 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þetta er víst langþráður áfangi, menningarelítan situr trúlega einhversstaðar núna og skálar í víni fyrir áfanganum. Vefur síg síðan inn í gáfulegar umræður um listir og menningu. Dettur ekki í hug að öllum þessum fjármunum væri betur varið í heisugæsluna eða sköpunasetur fyrir hljómlistamenn eða eitthvað annað sem gagnast alþýðu þessa lands betur.
Var einhver að tala um Héðinsfjarðargöng og kostnað, já óheyrilegan kostnað við þau?
Þarna á sér stað klár flottræfilsháttur, það er mín sýn á málið.
Fyrstu steypunni rennt í mót Tónlistar- og ráðstefnuhússins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 12.1.2007 | 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef dottið inn í morgunsjónvarp stöðvar 2 nokkuð marga morgna í vetur. Því oftar sem ég horfi, því meiri hryllingi fyllist ég. Lágkúran og tilgangsleysið í öllum athöfnum - algerlega niðurdrepandi. Stjórnendur reyna að kreista einhverja gleði út, gleði sem er svo máttvana að það jaðrar við að vera vandræðalegt.
Helsta von þeirra er að kalla til einhverja sem hafa góð ráð um hluti sem eitt sinn flokkuðust undir daglegt líf og var leyst með almennri skynsemi.
Það er svo langt gengið í fáránleik hvunndagsins að bjóða upp á krakkaveður. Það er ekki bara eitt heldur allt sem reynt er að taka frá fólki, forheimska það og skerða líkur á að dómgreind fólks fái að njóta sín.
Krakkaveður! Getum við ekki látið fólki eftir að líta á veðurspána, líta út um gluggan og leggja mat á hvaða klæðnaður hentar fyrir daginn??? Svo er það einnig þannig að veður er afar breytilegt á milli svæða, jafnvel þeirra sem stutt er á milli.
Svo er haft samband við vegagerðina og einhver manneskja þar látin lesa upp texta um hálku hér og ófærð þar. Í lok lesturs segja stjórnendur eitthvað "vitrænt" um málið og geta á stundum ekki falið fyrir okkur hinum hvað þeim finnst lítið til þessara viðmælenda koma.
Sálfræðingar fengnir til að ræða hvað beri að gera þegar krakki er að drepast úr frekju. Ræða vandamál karakterlausra foreldra sem kunna ekki að láta orð og æði fara saman. Eins og svona ráð gagnist þannig fólki líka eitthvað.
Hressar stuðsamkomur, þar sem konur eiga að safnast saman og "sjálfstyrkjast", heyrðist samt að það prógrammið væri aðallega byggt upp með þarfir stjórnandans í huga.
Hvernig á ég að fara í sokkana mína?
Dægurmál | 12.1.2007 | 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikill áhugamaður um knattspyrnu eins og ég hef oft velt því fyrir mér hvort Eiður sé alveg eins góður og við landar hans höldum.
Auðvitað er hann mjög góður, en ég get ekki varist þeirri hugsun að við ofmetum hann stórkostlega. Sé það rétt hjá mér þá tel ég ekki það honum sjálfum ekki til góðs. Auðvitað varð hann meistari tvisvar sinnum á englandi, en gleymum því ekki að hans helsta hlutskipti seinna árið var að verma bekkinn. Sjaldan í byrjunarlið og oftast skipt út af í seinni hálfleik.
Spánverjar eru auðvitað að sækjast eftir honum vegna þess að hann er góður. Mér finnst alveg ljóst að hann var ekki fenginn til liðsins nema þá helst að vera til staðar þegar aðlamenn liðsins forfölluðust, eins og gerst hefur í vetur.
Það er alveg ljóst að ef Edu hefði ekki slasast þá væri hlutskipti hans að sitja á bekknum. 10 mörk hefur hann skorað, en þegar maður horfir á hann á velli, þá sér maður lítinn dugnað og ekki neinar alvöru tæklingar. Hann bíður boltans og í færum er honum æði mislagðar hendur (fætur).
Stundum fæ ég það á tilfinninguna að það að fara fyrir honum eins og Garðari Hólm í sögu Laxness, að sagan segi að hann sé mun betri en hann er.
Hann er flottur fótboltamaður, en ég tel hann ekki jafn góðan og sögurnar segja. Slíkt er fyrst og fremst honum í óhag.
Íþróttir | 12.1.2007 | 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dásamlegt að fá snjóinn, minnir okkur á hvað við erum og hvað við stöndum fyrir.
Hlustaðu á fólkið tala um ófærðina og þú greinir á milli þeirra sem enn eru í tengslum við uppruna sinn og þeirra sem lifa í draumheimi og halda að allt fáist fyrir ekki neitt!!!
Dægurmál | 12.1.2007 | 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki bloggað í tvo daga, reyndar ekki nema tvær vikur síðan ég byrjaði.
Það er heldur tómlegt finnst mér þegar ekkert er bloggað, gott að þrasa um ekkert, þótt svo ekki neinn hafi áhuga á því sem maður hefur að segja.
Það er þó hægt að halda því fram á maður sé að tjá sig á almennum vettvangi - er það ekki?
Dægurmál | 10.1.2007 | 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrr í dag ritaði ég um fund Bjarna Harðar við Urriðafoss í Þjórsá. Fékk ágætis svör við þeirri grein.
Annað svarið var í þá veru að fyrst maðurinn væri framsóknarmaður, þá væri það mín skoðun að hann mætti ekki hafa sínar prívat skoðanir. Sömuleiðis var svarandi að furða sig á viðhorfi mínu og jafnvel ótta gagnvart því hversu vald framsóknar væri mikið (og flokkurinn með lítið fylgi í könnunum).
Það sem mér finnst skondið varðandi umræddann fund er hversu viðhorf Bjarna er í hrópandi andstöðu við þau gildi sem framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í þessum efnum um mörg umliðin ár.
Ég met það þannig að Bjarni sé að kynna kröftug og ný sjónarmið innan flokksins. Sjónarmið sem ég teldi reyndar að ættu ekki langt líf fyrir hödum þar. Virkjanir, álver og nú seinast að leggja veg yfir fagurt skógræktarssvæði. Þannig les ég úr verkum framsóknarmanna seinustu árin, gróði á kostnað náttúrugæða.
Í eina tíð taldi ég framsókn hafa ást á landinu, sú tíð hefur að mínu mati hægt og bítandi liðið. Sjá breytingar frá þeim tíma er hinn mikli skörungur Steingrímur Hermannsson hélt um stjórnvölinn.
Það hefur ótrúlega margt breyst í þeim flokki frá þeim tíma. Ég vil í því samhengi lýsa þeirri skoðun minni að mér er mjög til efs að nefndur Steingrímur kjósi sinn gamala flokk í dag.
Bjarni ég er ánægður með þessi viðhorf þín, lestu grein mína um Alcoa og þá sérðu að ég styð við þig og þínar hugmyndir. Held að öflugur talsmaður og humyndaríkur (sbr fundarstað) ættir að leggja öðrum flokkum krafta þína.
Hef ekki trú á að þín sjónarmið fá góðar viðtökur hjá þeim sem ráða í flokknum núna. Hvað varð um Kristinn og hans viðhorf?
Dægurmál | 6.1.2007 | 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er dálítið skondið að sjá hvert efni þessa fundar er, sérlega í ljósi þess hver boðar til fundarins.
Ef mínar upplýsingar eru réttar, þá er þessi Bjarni framsóknarmaður. 'Eg velti því fyrir mér hvort hann fari ekki á almenna fundi í þeim flokki og berjist fyrir sínum sjónarmiðum þar. Það er amk. ekki að sjá að það hafi gerst. Framsóknarflokkurinn er stóriðjuóður flokkur til fjölda ára og leiðandi afl í landinu. Þannig að óbreyttir framsóknarmenn verða að finna skoðunum sínum stað úti í hraglandanum.
Það er þetta með hægri höndina og þá vinstri!
Fjölmenni á útifundi við Urriðafoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.1.2007 | 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt sem þeir eru að gera, þessir forkólfar áversins í Straumsvík er svo ruglað, augljóst, ósvífið og jafnvel kjánalegt.
Þeir kosta hitt og þetta, senda gjafir og deila styrkjum. Það seinasta! Ef þeir fá ekki að stækka þá séu þeir farnir. Leyfum þeima að fara, sitjum við undir svona hótunum?????
Hver hefur séð freka krakkann í búðinni sem grenjar og reynir þannig að fá sitt fram.
Þetta er þannig háttsemi að við gerðum best í því að segja bara nei nú þegar. Álversmenn góðir það verður ekkert af stækkun, þið eruð komnir ofan í byggðina og það er ekki til meira pláss.
Þeir loka þá búllunni, og hvað með það?
Þá skapast mjög gott land undir byggingar, íþróttasvæði, léttan iðnað osfr. Það væri flott að fá þetta svæði til annara nota.
Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar þeir sátu einir um hituna, það eru breyttir tímar.
Ef við viljum hafa þessa álframleiðslu áfram í landinu, þá held ég að lokun í Straumi og gefið yrði vilyrði samhliða fyrir álveri í Helguvík þá mundi málið leysast með miklum glans.
Við erum að tala um eitt atvinnusvæði (Hafnarfjörður-Helguvík) (Ath. það Valur!)!
Tökum frumkvæðið í okkar hendur, látum ekki erlent hrokafult vald stjórna okkur.
Segjum Nei við stækkun álvers í Straumi!!!!
Dægurmál | 6.1.2007 | 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 5.1.2007 | 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar