Glæpahneigð

Þeir hengdu Saddam.  Ástæðan var sú að hann var kvalari og fjölmargir létu lífið í stjórnartíð hans.  Hef hvergi séð að hann hafi staðið í aftökum prívat og persónulega.

Bush! Hvað er hann og hans samverkamenn að gera?   Þeir eru að stríða út um allan heim!   Í Írak á kolröngum forsendum.   Lugu heiminn fullan og réðust inn í landið.   Sennilega út af olíu þegar öllu er á botninn hvolft.

Á hverjum einasta degi falla tugir ef ekki hundruða í bardögum á milli hópa í Írak.   Ástæðan er fyrst og fremst það ástand sem Bush og hans fylgitindátar hafa skapað.   

Hver er munur á þessu tvennu.

Getum við ekki með einhverjum afgerandi hætti mótmælt og fylgt þeim mótmælum eftir.

Hvernig er háttað þeirra lýðræði,  hvert er þeirra frelsi.   Hverjar eru þeirra hugsjónir?  Fangelsin á Kúbu???   Fyrst Saddam var hendur, þá ætti með sömu röksemdum að lát Bush dingla.


mbl.is Bush varaður við að fara út í hernaðarátök við Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, Sigmar er þá greinilega málsvari dauðarefsinga. Annars er stafsetningin á þessu (kl. 17.04) mun skárri en sumt í innihaldinu.

Jón Valur Jensson, 12.1.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Sigmar Hj

Hvernig getur Jón fengið það út að undirritaður sé málsvari dauðarefsinga?  Gaman væri ef Jón læsi þetta aftur og segði mér einföldum manninum hvað ég væri að meina? 

Ætli ósk mín rætist í þetta sinn?

Sigmar Hj, 12.1.2007 kl. 19:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér sýndist þetta á lokaorðum pistilsins. Svipaðra hugmynda hefur orðið vart í nýlegum skrifum andbandarískra vinstrimanna, en þér er velkomið að leiðrétta mig og taka fram, að þú viljir hvorki koma Bush í snöruna né hatir hann vitundarögn.

Jón Valur Jensson, 12.1.2007 kl. 19:43

4 Smámynd: Sigmar Hj

Þakka þér fyrir innleggið Jón.  Mér líkar það afar vel, því nú skil ég hvað þú átt við.  Ég er andvígur dauðarefsingum.  Mjög á móti þeim aðferðum sem beitt var gagnvart Saddam.   Má vera að hann hafi ekki staðið fyrir góð gildi og þurfti að taka þessum afleiðingum.   Ég held að Bush og þeir aðrir sem staðið hafa fyrir herför í Írak, séu í raun ekki betri en Saddam.  Ég hef skömm á þeim yfirgangi sem Bush og hans ríkisstjórn standa fyrir í austurlöndum.   Ég tel að þeir sýni hefðum, menningu og uppruna þeirra þjóða ekki nokkurn sóma og þaðan af síður viðingu.   Er langt a milli okkar í þessum við horfum Jón?  Ef svo er, þá er ekkert við því að segja eða hvað? 

Sigmar Hj, 12.1.2007 kl. 20:19

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er reisulegt heim að líta hjá móður þinni að Víðidalsá (eins og sést á myndinni, þegar hún er stækkuð). Íslenzk sveitasæla ... annað en hermdarverk raðmorðingja á ógnarslóðum.

Jón Valur Jensson, 12.1.2007 kl. 20:31

6 Smámynd: Sigmar Hj

Góður Jón!

Sigmar Hj, 12.1.2007 kl. 21:13

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er að reyna að haga mér vel.

Jón Valur Jensson, 12.1.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband