Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samfylkingin úti að aka

Var að hlusta á Jón Baldvin í þættinum hans Egils.   Alltaf er gaman að hlusta á karlinn, hann virðist samt búinn að gleyma hversu mistækur hann var sjálfur á köflum þegar hann var og hét. 

Egill spurði Jón hvers vegna Samfylkingin væri með jafn lítið fylgi og raun bæri vitni um.  Jón lýsti því sem sinni skoðun að þessi tilraun væri sennilega að mistakast.   Nokkrar ástæður nefndi hann til, ss. að flokknum hefði mistekist að greina þau aðkallandi vandamál sem fyrir lægju.  Að ráðherrar í skuggaráðuneyti flokksins væru ekki sýnilegir og um leið ekki með nein svör við spuningum sem skipti máli.  Auðvitað kemur þetta ekki neitt á óvart.   Það voru fjölmargir sem áttuðu sig á því þegar í upphafi að þessi tilraun gæti aldrei tekist.   Klárlega fædd andvana.  Hvers vegna?  Jú, það eru gömul sannindi og ný og ætti öllum að vera ljóst að góður matur verður aldrei búinn til úr afgöngum.

Pólitísk stefnumörkun verður að vera byggð á einhverjum þeim sannindum sem flokksmenn geta sameinast um.  Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og einhverjir fleiri það var grunnurinn.  Grunnur sem var sprunginn þvers og kurs frá upphafi.  Þetta vissu flestir, þannig að í því ljósi eru orð Jóns ekki nein tíðindi.

 


Glæpahneigð

Þeir hengdu Saddam.  Ástæðan var sú að hann var kvalari og fjölmargir létu lífið í stjórnartíð hans.  Hef hvergi séð að hann hafi staðið í aftökum prívat og persónulega.

Bush! Hvað er hann og hans samverkamenn að gera?   Þeir eru að stríða út um allan heim!   Í Írak á kolröngum forsendum.   Lugu heiminn fullan og réðust inn í landið.   Sennilega út af olíu þegar öllu er á botninn hvolft.

Á hverjum einasta degi falla tugir ef ekki hundruða í bardögum á milli hópa í Írak.   Ástæðan er fyrst og fremst það ástand sem Bush og hans fylgitindátar hafa skapað.   

Hver er munur á þessu tvennu.

Getum við ekki með einhverjum afgerandi hætti mótmælt og fylgt þeim mótmælum eftir.

Hvernig er háttað þeirra lýðræði,  hvert er þeirra frelsi.   Hverjar eru þeirra hugsjónir?  Fangelsin á Kúbu???   Fyrst Saddam var hendur, þá ætti með sömu röksemdum að lát Bush dingla.


mbl.is Bush varaður við að fara út í hernaðarátök við Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í framsókn?

Það er dálítið skondið að sjá hvert efni þessa fundar er, sérlega í ljósi þess hver boðar til fundarins.

Ef mínar upplýsingar eru réttar, þá er þessi Bjarni framsóknarmaður.  'Eg velti því fyrir mér hvort hann fari ekki á almenna fundi í þeim flokki og berjist fyrir sínum sjónarmiðum þar.  Það er amk. ekki að sjá að það hafi gerst.  Framsóknarflokkurinn er stóriðjuóður flokkur til fjölda ára og leiðandi afl í landinu.   Þannig að óbreyttir framsóknarmenn verða að finna skoðunum sínum stað úti í hraglandanum. 

Það er þetta með hægri höndina og þá vinstri!


mbl.is Fjölmenni á útifundi við Urriðafoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingólfur Arnarson

Hefði Ísland verið byggt í dag ef Ingólfur hefði þurft að fara í umhverfismat, áður en hann settist hér að?

Taktu til hendinni!

Það var í haust, rétt eftir kosningar.   Fréttamyndir í sjónvarpi af þessum öðlingum sem stjórna borginni okkar.   Þeir voru búnir að láta búa til húfur fyrir sig, galla og slagorð.   Þeir jafnvel gengu svo langt að tína rusl (vinnu lauk þegar myndavélarnar voru farnar!?) upp í poka og sprauta á veggjakrot.   Þeir fórnuðu sér meir að segja í fréttaviðtal.   Nú skyldi taka til hendinni, borgin yrði fögur sem forðum.   Allt rusl af götum, almenningur upplýstur um dásemdir þess að lifa og hrærast í snotru umhverfi.   Þeir ætluðu að halda áfram!   Hvar eru þeir núna?  

Hef verið að þvælast hjólandi og gangandi um hverfið mitt, sýnist það jafn sæmt og í fyrra.

Já og þessu til viðbótar, á göngustígum alveg fljúgandi hálka þegar frost er úti. 

Ekki það að ég telji þá sem stjórnuðu áður einhvað betri. 

Mér er spurn?    Er pólitík sjóvbisnes?


Er það að gerast aftur........

Þegar gera þarf hluti með trukki og dýfu, þá erum við íslendingar mjög góðir.   Sameinaðir stöndum vér og gerum oft á tíðum góða hluti undraskömmum tíma.

Umræðan um Birgið er komin út á einkenilega stigu.  Það er eins og það gleymist að innan veggja þessarar stofnunar er hóðpur af ógæfusömu fólki.  

Svo mikið veit ég að margir hafa öðlast nýtt líf með því að njóta handleiðslu þess fólks sem þar hefur starfað.   Hvorki nú né áður ætla ég að dæma í því máli sem er upp á borðum.   Þekki ekki til aðstæðna þannig.  

Nú sýnist mér það vera að gerast að einn maður (ríkisendurskoðandi) lætur það sjónarmið í ljósi að best sé að fresta greiðslum til Birgisins.   Ráðherra ætlar víst að hlýða kallinu.   Hvað er að okkur?! Muni þetta nokkurn tíma ganga fyrir sig svona í öðrum og umdeildari málum?  Kæmu ekki yfirlýsingar: - Þurfum að skoða málið betur, ekki hægt að vera  með geðþóttaákvarðanir,  látum stofnuna njóta vafans,  hugum að þeim sem eru þolendur -  eitthvað í þessum dúr eru mál gjarnan toguð og teygð.  

Núna!  Einn maður talar og allt er stoppað, er það ef til vill vegna þess að ráðherra haldi að þetta sé átaksmál og vinsælt að vera töff og grípa til aðgerða.

Svo þessi aðferð að baða sig í fjölmiðlum, sýna ekki þá einföldu kurteisi að tilkynna þeim er málið varðar hvað sé að gerast áður en vaðið er af stað.

Sveiattan!


mbl.is Forstöðumaður Byrgisins vissi ekki að greiðslur hafi verið stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramót

Í fréttum var sagt frá því að ríkisendurskoðandi vildi láta stöðva greiðslur til Birgisins.   Gott og vel!   Hvernig væri að pólitískar ákvaðanir væru með sama hætti teknar til athugunar!  Mér dettur í hug að nefna göngin fyrir norðan, þessi sem kosta 5 - 6 milljarða króna.    Göng sem ætlað er að tengja saman fámennar og hrönandi byggðir.  

Ef það er sóun að henda krónum stjórnlaust og vitlaust í Birgið, er það þá ekki jafn glórulaust að eyða aftur og aftur miljörðum á miljarða ofan í galnar framkvæmdir.   Gerir það eyðsluna réttlætanlega þegar hún er afsprengi hrossakaupa pólitískt kjörinna fulltrúa okkar?

Guðjón Ólafur sagði á þingi eitthvað á þá leið að menn væru að drífa sig í þinghlé til að komast í skemmtireisur erlendis.   Það var hart bruðgist við þessum orðum Guðjóns.   Gæti verið að hann hefði eitthvað til síns máls.   Trúum við því að allar þessar reisur séu svo merkilegar?

Ég legg til að settur verði upp vefur ferdalog.is, Þar sem hvejum þeim sem ferðast á kostnað hins opinbera verði gert að skrifa ritgerð um ferð sína.   Gera skattborgurum þessa lands grein fyrir því lið fyrir lið hvað þeir gerðu, ávinningi ferðar og í hvað peningurinn fór sem ferðin kostaði. 

Í mínu starfi þarf ég að standa klár á hverri mínútu sem ég nota eða nota ekki!

 


Saddam......

Þeir segja í frétt á mbl.is  að Saddam Hussein verði hengdur í nótt.   Ég kem ekki til með að sakna hans.   Hef samt áhyggjur.    Hver refsar forseta Usa og forsætisráðherra UK og öllum fylgdarsveinum og meyjum þeirra.

Heldur virkilega einhver að þeirra gjörðir komi hörmungunum í Írak í dag ekkert við????

Hvað er frelsi góðir hálsar?     Bera menn virðingu fyrir mismunandi menningu?   Virða menn  mismunandi uppruna og hefðir?

 Erum við fráls þegar Saddam dinglar?   Væri ef til rétt að fleiri dingluðu með honum?  

Hvað er með þá sem ruddust inn í Írak á tilbúnum og alröngum forsendum?

Er okkar frelsi, okkar hugmyndir um lýðræði, endilega það sem fólkið í  Írak, Íran og hinum austurlöndunum vill?

 


Einstaklings miðað nám..

Tvö hugtök hafa tröllriðið umræðu í skólamálum seinustu árin.   Ekki er neinn maður með mönnum nema hann geti sagt "EINSTAKLINGS MIÐAÐ NÁM"  og "SKÓLI ÁN AÐGREININGAR".   Hvað er þar á ferð?  Náðarmeðul skólakerfisins eða eitthvað annað?  

Það þarf lengri grein en hér birtist til að skapa gagnlea umræðu.   Hef í huga að koma að þessum málum í töluvert mörgum bloggum á nætu mánuðum.

Hugtakið sem notað er í fyrirsögn, gefur til kynna að nám sé sniðið að þörfum hvers og eins.  Er það svo?   Auðvitað er það ekki þannig, ef laga ætti nám að þörfum hvers og eins þá þyrfti að fjölga svo í kennarastétt að hver kennari hefði ekki mikið meira en 5 nemendur á sinni könnu.   Það er nefnlega meir en að segja að nám sé einstaklingsmiðað.   Færni, geta, áhugi er á svo breiðu sviði, að vart er hægt að mæta óskum allra.  Hugsunin er samt fallleg! 

Hugtakið er runnið inn í ísleskt skólakerfi undan rótum Gerðar fyrrverandi fræðslustjóra Reykjavíkur.   Skólaþróun hefur snúist um þetta hugtak og verið dásamað sem helsta framfaraspor  á seinni tímum.   Sérstaklega eru þeir sem voru í meirahluta hér í borg duglegir við að hampa þessu á mannamóum og telja sér til tekna.   Núverandi meirihluti virðist ætla að gera það líka.

Til að þetta verði að einhverju öður en klisju og íþyngjandi hlutum fyrir kennara, þá verður að stórauka fjármagn til skólanna.  

Það verður að viðurkennast  að breyting á sér ekki stað með fjasi stjórnmálamanna, undir sjálflægum skálaræðum þeirra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband