Það eru einhverjir hér á blogginu að tala um hvalveiðar. Helstu rök að einhverjir í einhverjum löndum séu svo góðir. Þvílíkt endemis kjaftæði. Er fólki það ekki ljóst að við verðum að lifa í þessu landi á okkar forsendum. Hætta að eltast við sjónarmið einhverra þrýstihópa út í heimi.
Leggjum af þessi aumingjasjónarmið. Veiðum hvali ef það leiðir til jafnvægis í lífríkinu. Það jafnvægi er ekki rétt ef hvalir fá að vera óáreittir framvegis sem hingað til.
Dægurmál | 26.1.2007 | 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að fara yfir próf sem nemendur mínir voru að taka. Þetta eru krakkar á fermingarárinu og hópurinn hefur það markmið að klára stærðfræðiefni grunnskólans árinu fyrr og fara í samræmt próf í lok 9.bekkjar. Þetta var 7 próf vetrarins. hópurinn stendur sig svo vel. Meðaltal úr öllum prófum er rétt um 8,5.
Það er svo mikil ánægja sem fylgir því að umgangast metnaðarfulla, vel gerða unglinga sem geisla af áhuga og uppfullir af heilbrigðum metnaði. Þessir unglingar eru til, fullt af þeim!
Lífstíll | 19.1.2007 | 18:04 (breytt 12.5.2007 kl. 00:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg magnað að fylgjast með vinnulagi og kraftmiklum ákvörðunum Eggerts þessa dagana.
Svo kjósum við konuna sem sem formann KÍ í stað Eggerts. Tryggjum þar með að það landslið sem er að standa sig miklu betur (konurnar) á alþjóðlegum mælikvarða, fái tækifæri til að efla sig líkamlega, andlega og tæknilega í stað þess að þurfa að standa í þvi að safna flöskum til að kosta "næsta" atburð.
Munum hvar liðin raðast á heimslistum!
Neill og Blanco til West Ham í dag? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 19.1.2007 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað brugðust þeir, það vita allir. En hverjir fleiri, ræðið um það líka. Þetta er óþolandi framsetning á málinu. Reynið stjórnmálamenn að taka ábyrgð á því sem snýr að ykkur.
Gott upphaf væriað sjá eins og eina afsögn hjá einhverjum úr ykkar hópi.
Í Silfrinu hjá Agli voru sumir viðmælanda hans að reyna að halda því fram að póitíkusar hefðu staðið sig vel, amk sumir þeirra. Hvers vegna stóðu þeir sig vel að þeirra mati? Jú þeir sögðu í ræðustól að þeir öxluðu ábyrgð!!!??? Mér er spurn? Hvað er nú það? Bara orð, ábyrgðin verður að vera sýnileg með einhverjum hætti, annars er þetta stórt plat og algerlega innistæðulaus orð.
Mér gagnaðist ekki um árið þegar ég taldi rangt fram til skatts að segja, ég hélt... skal aldrei gera þetta aftur.
Ég reyndi? Mér var eðlilega sagt að reglur væru reglur hvort sem ég kynni þær eða ekki. Sekt var staðreynd!
Ég vil að æðstu ráðamenn þjóðarinnar verði að lúta sömu lögmálum. Segið af ykkur einhverjir þarna niðri á þingi eða í ríkisstjórn.
Rekstaraðilar Byrgisins brugðust trausti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 19.1.2007 | 11:46 (breytt 21.1.2007 kl. 20:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætlaði svo sem ekki að skrifa meira um Byrgið í dag. Verð samt! Var að hlusta á viðtal við þennan strák sem er víst formaður fjárlaganefndar þingsins. Jú, hann viðurkennir að hann hefði getað betur hér og þar. Væri ekki viturlega fyrir þennan velgreidda strák að stíga skrefinu lengra, segja af sér og hvetja til opinberrar rannsóknar á klúðrinu.
Það er einfaldlega kominn tíma á, að þeir sem öllum stundum eru að tala um nauðsyn ábyrðar, axli hana sjálfir.
Ef þetta væri að gerast í öðrum löndum, þá værum við fljót að kalla hlutina því nafni sem þeir heita.
Óreiða, sukk og siðleysi!
Dægurmál | 18.1.2007 | 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef þá gleði að sjá strákinn minn kára nám í Háskóla Íslands á þessum jan. dögum. Niðurstaða úr seinast prófi liggur fyrir og lokaritgerðin farin í dóm. Þetta er auðvitað ekkert sem var ófyrirséð, þannig að drengurinn hefur reynt að verða sér út um vinnu. Umsóknir hafa verið lagðar inn á störf sem hafa verið auglýst, almennar umsóknir settar inn vegna starfa sem hugsanlega væru á lausu.
Námið er viðskipafræði og hefur hann því beint umsóknum til banka landsins. Þeirra sömu og leggja sig svo fram að vera í góðum tengslum við okkur kúnnana, sérstaklega ef við gætum hugsanlega flutt einhver viðskipti til þeirra.
Svo furðulega sem það kann að hljóma, þá hafa þessar vel tengdu stofnanir sem alltaf vilja vera í sambandi ekki svarað einni einustu umsókn. Ekki einu sinni þakkað áhugann!
Ég mun láta ykkur vita þegar það gerist!
Dægurmál | 18.1.2007 | 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skil ekki þetta tal um að læra af hlutunum og þar með punktur.
Veit dæmi um mann sem stal eitt sinn sultu í búð vegna þess að honum langaði svo mikið í brauð með sultu. Þessi var settur bak við lás og slá í "Múlanum" meðan mál hans var rannsakað. Þegar fallbyssurnar gera eitthvað af sér þá skal læra af mistökunum.
Gallinn er bara sá að menn virðast ekki læra nokkurn hlut. Veit reyndar ekki hvað þeir eiga að læra í raun og veru. Dæmi, samningur við Byrgið var ekki einu sinni undirritaður. Samt fá þeir greitt og það meira en til stóð í óundirrituðum samningum.
Hver á að læra hvað. Hættum þessu kjaftæði! Menn verða að vera ábyrgir gerða sinna, það er algert skilyrði.
Mikilvægt að læra af þessari dapurlegu reynslu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 18.1.2007 | 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá Kastljósið í gær. Ingibjörg og Árni fjármála að ræða um evruna, tolla og matarverð. Aldrei hefði ég trúað því sem sannur vinstri maður að ég ætti eftir að viðurkenna að hægri maður á borð við Árna rúllaði yfir draumadís vinstri manna.
Ég viðurkenni og furðulegt nokk, skammmast mín eiginlega ekki neitt, hann rúllaði yfir hana!
Svo held ég að þegar talað er um matarverð hérlendis og erlendis og allan þann hag sem við hefðum af því að vera á evru róli og í evru-tollaumhverfi, þá beri okkur að hugsa um eitt. Hugsum um alla þá sem eru ólöglegir innfytjendur í löndum evrópu.
Það er vitað að sá stóri hópur er í grunnframleiðslustörfum, landbúnaði og tengdum greinum. Fær greitt lítið sem ekki neitt fyrir störf sín og er án allra réttinda. Meðal annars með þeim hætti er hægt að hafa verðið á landbúnaarvörum í lægri kantinum.
Viljum við taka þátt í þannig siðlausu athæfi, umræðulaust?
Dægurmál | 16.1.2007 | 13:11 (breytt kl. 13:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verið að velta því fyrir mér á seinustu dögum hvor þeirra sé borgarstjórinn Björn Ingi eða Vilhjálmur. Vilhjálmur þekktur undir nafninu "gamli góði Villi".
Það er þannig að í þeim fáu tilvikum sem Vilhjálmur tjáir sig um málefni, þá er Björn Ingi búinn að láta taka við sig viðtal, blogga um málið eða skrifa grein.
Svo tjáir Björn sig heilmikið um sitthvað fleira og þá sennilega eitthvað sem Villi hefur ekki einusinni frétt af.
Eins og þetta blasir við mér þá hefur flokknum sem hefur einn mann tekist enn einu sinni að taka fram úr.
Eru menn sáttir við þetta?
Dægurmál | 15.1.2007 | 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er hún komin, ekki mikið öðruvísi en vænta mátti. Illa að sér í bókhaldi þessir aðilar sem haldið hafa utna um mál Byrgisins. Óvarlega farið með peninga, illa gerð grein fyrir því hverning þeim var varið.
Sýnist að flestir sé tilbúnir að dæma þessa menn, eða þetta fólk.
Fyrst er til að taka að sekt er ekki til staðar fyrr en sönnun er dregin fram. Það gæti verið að einhverjar skýringar gætu leynst bak við hurð. Það gæti verið þótt svo ég telji ólíklegt að hægt sé að útskýra svona mikið misræmi eins og virðist vera staðreyndin.
Mér sýnist að umræðan ætli í þann farveg að dæma þurfi þessa menn fyrir þeirra sakir. Sammála því ef um sakir er að ræða á annað borð.
Stjórnmálamenn sem ég hef heyrt í, jú þeir tala um ábyrgð þeirra sem fá fjármuni frá ríkinu. Það sé ekki nauðsynlegt að leita sökudólga í kerfinu, heldur beri að læra af mistökum. Alltaf er það rétt, eða hvað? Getur það verið að sumir skuli dæmdir fyrir misgjörðir sínar, en aðrir sé skoðaðir með tilliti til þess að þeir geti "lært" af mistökunum? Er það þannig???
Búið að loka Byrginu, ríkissaksóknari með mál rekstaraðila til skoðunar. Hver er með mál þeirra sem úthluta öllum þessum fjármunum? Þetta eru þó þegar allt kemur saman, okkar peningar í varðveislu þeirra sem við kjósum til að hugsa um þá og passa.
Ég vil að þeir beri ábyrgð líka. Þetta sé meira og stærra en að læra bara af því.
Ráðherrar munu hafa töluverða fjármuni á sinni könnu sem þeir dreifa til mismunandi verkefna. Fjármunir sem eru utan fjárlaga og ekki eyrnamerktir neinu sérstöku.
Mér er spurn? Hvernig er hugsað um þessa fjármuni okkar frá degi til dags? Ef fer í þessu máli sem sýnist, þá dreg ég þann lærdóm að eftirlit með fjármunum okkar sé ekki gott.
Toppurinn á ísjakanum er víst ekki nema 1/10 upp úr sjó!!
Dægurmál | 15.1.2007 | 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar