Enn um Urriðafoss

Fyrr í dag ritaði ég um fund Bjarna Harðar við Urriðafoss í Þjórsá.  Fékk ágætis svör við þeirri grein.

Annað svarið var í þá veru að fyrst maðurinn væri framsóknarmaður, þá væri það mín skoðun að hann mætti ekki hafa sínar prívat skoðanir.   Sömuleiðis var svarandi að furða sig á viðhorfi mínu og jafnvel ótta gagnvart því hversu vald framsóknar væri mikið (og flokkurinn með lítið fylgi í könnunum). 

Það sem mér finnst skondið varðandi umræddann fund er hversu viðhorf Bjarna er í hrópandi andstöðu við þau gildi sem framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í þessum efnum um mörg umliðin ár.

Ég met það þannig að Bjarni sé að kynna kröftug og ný sjónarmið innan flokksins. Sjónarmið sem ég teldi reyndar að ættu ekki langt líf fyrir hödum þar.   Virkjanir, álver og nú seinast að leggja veg yfir fagurt skógræktarssvæði.   Þannig les ég úr verkum framsóknarmanna seinustu árin, gróði á kostnað náttúrugæða.

Í eina tíð taldi ég framsókn hafa ást á landinu, sú tíð hefur að mínu mati hægt og bítandi liðið.  Sjá breytingar frá þeim tíma er hinn mikli skörungur Steingrímur Hermannsson hélt um stjórnvölinn.

Það hefur ótrúlega margt breyst í þeim flokki frá þeim tíma.   Ég vil í því samhengi lýsa þeirri skoðun minni að mér er mjög til efs að nefndur Steingrímur kjósi sinn gamala flokk í dag.

Bjarni ég er ánægður með þessi viðhorf þín, lestu grein mína um Alcoa og þá sérðu að ég styð við þig og þínar hugmyndir.   Held að öflugur talsmaður og humyndaríkur (sbr fundarstað) ættir að leggja öðrum flokkum krafta þína.  

Hef ekki trú á að þín sjónarmið fá góðar viðtökur hjá þeim sem ráða í flokknum núna.  Hvað varð um Kristinn og hans viðhorf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband