Færsluflokkur: Íþróttir
Ef þú bara vissir hvað ég hef miklar áhyggjur af þér sem íþróttamanni. Annað hvort ert þú hættur að hafa áhuga á að spila bolta, eða hitt að dómgreindarleysið hefur borið þig ofurliði. Auðvitað ertu góður en láttu þig ekki dreyma um að toppa þessa gaura sem fyrir eru hjá Barcelona, láttu þér ekki einu sinni detta það í hug eitt augnablik.
Ef þú vilt spila og gleðja okkur veldu þá annað félag!!!!!!!!!!!! Gerðu það.
Eiður segist ekki vera á leið til West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 4.8.2007 | 17:42 (breytt kl. 17:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikur Íslands og Liechtenstein vs. leikur Svía og Dana. Svart og hvítt. Það er alveg á mörkunum að við getum kallað leik okkar manna knattspyrnu. Leikurinn einkenndist af slökum sendinugm, vanhugsðuðum ákvörðunum, leti flestra leikmanna, almennu andleysi. Auðvitað áttum við að vinna þennan leik, auðvitað er ekki til nein afsökun. Þjálfarar og flestir leikmenn ættu að skammast sín. Sorglegast af öllu er þó að sjá til fyrirliðans, sem er staður og drífur ekki neitt áfram. Í viðtölum telur hann sig vera í besta klúbbnum, bestu deildinni, líklega þá besta bekknum líka. Í viðtali í dag, lætur hann þess getið að hann sé trúlega ekki í sínu besta formi(?!), hvað er maðurinn að gera þarna úti? Hann er amk. ekki þreyttur þannig að hann hefði átt að geta hlaupið ögn meira, verið meira drífandi.
Svo horfum við á leikmenn í liði Dana og Svía - á fullu í 90 mín, baráttan og krafturinn svo sýnilegur, en okkar menn á rölti eins og þeir héldu að þeir væru sýningargripir á nautgripasýningu eða einhverju álíka.
Leikmenn fóru trúlega ekki eftir því sem þjálfarinn lagði upp með, hvers vegna? Líklega gæti það verið vegna þess að þeir líta ekki upp til hans, virða hann ekki nægjanlega.
Stutt í næsta leik, ekki tími til að láta þjálfarann hætta - Hið góða í málinu er að fyirliðinn er í leikbanni og nú ætti að gefast tækifæri til að láta þá ungu, óreyndu og viljugu stráka byrja leikinn og klára hann líka. Leikir vinnast ekki með viðtölum í blöðum og yfirlýsingum um að leikmenn séu á launaskrá hjá stórum klúbbum út í heimi.
Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 3.6.2007 | 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikill áhugamaður um knattspyrnu eins og ég hef oft velt því fyrir mér hvort Eiður sé alveg eins góður og við landar hans höldum.
Auðvitað er hann mjög góður, en ég get ekki varist þeirri hugsun að við ofmetum hann stórkostlega. Sé það rétt hjá mér þá tel ég ekki það honum sjálfum ekki til góðs. Auðvitað varð hann meistari tvisvar sinnum á englandi, en gleymum því ekki að hans helsta hlutskipti seinna árið var að verma bekkinn. Sjaldan í byrjunarlið og oftast skipt út af í seinni hálfleik.
Spánverjar eru auðvitað að sækjast eftir honum vegna þess að hann er góður. Mér finnst alveg ljóst að hann var ekki fenginn til liðsins nema þá helst að vera til staðar þegar aðlamenn liðsins forfölluðust, eins og gerst hefur í vetur.
Það er alveg ljóst að ef Edu hefði ekki slasast þá væri hlutskipti hans að sitja á bekknum. 10 mörk hefur hann skorað, en þegar maður horfir á hann á velli, þá sér maður lítinn dugnað og ekki neinar alvöru tæklingar. Hann bíður boltans og í færum er honum æði mislagðar hendur (fætur).
Stundum fæ ég það á tilfinninguna að það að fara fyrir honum eins og Garðari Hólm í sögu Laxness, að sagan segi að hann sé mun betri en hann er.
Hann er flottur fótboltamaður, en ég tel hann ekki jafn góðan og sögurnar segja. Slíkt er fyrst og fremst honum í óhag.
Íþróttir | 12.1.2007 | 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef þetta er að ganga upp þá eru þetta frábær tíðindi.
Trúlega mikil fengur fyrir Eggert og Hamrana, ekki síður fyrir okkur fotboltabullurnar að fá þennan snylling aftur á völlinn og vita af honum á fullu í hverjum einasta leik.
'Eg er að meina, þetta lán hans að losna hugsanlega frá rugludallinum á Brúnni, Mr M.
Wright-Phillips klár fyrir West Ham? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 4.1.2007 | 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt ár, nýr dagur - Ekki alltaf sem þetta tvennt fer saman. Horft út í dásamlegt veðurlag borgarinnar og lítur um leið öll óþrifin á götunum. Sáttur samt, því sýningin í gær var frábær. Við munum taka til síðar í dag.
Enski boltinn farinn að rúlla tvö mörk komin, og það ekki neitt slor mörk. Púllarar allra landa geta glaðst, Krádsinn og Gerard skoruðu líka þessi glæsilegu mörk. Meira að segja ég sem aldrei hef haldið með þessu liði er hrifinn.
Hvað gera svo Hamrarninr í dag, binda þeir hnútinn fast og gera eitthvað?
Biskupinn okkar skoraði hjá mér, amk. hvað varðar viðhorf hans til aftöku Saddams.
Um það mál hef ég skrifað áður.
Íþróttir | 1.1.2007 | 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið er ég ánægður að að sjá Geir ætlar að gefa kost á sér. Þekki ekki til mannsins persónulega. Fylgst með störfum hans og treysti honum til að feta leiðina stærri skrefum en Eggert gerði.
Koma bæði körlum og konum á hærra plan í þessari göfugu íþrótt.
Veit svo sem að þetta er ekki ný frétt, en hún er það fyrir mér.
Geir gefur kost á sér sem formaður KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.12.2006 | 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt á sömu bókina lært hjá þessum íþróttafréttamönnum. Þeir hafa áhuga á tilteknum greinum íþrótta og líta hinar helst ekki viðlits.
Átta þeir sig ekki á hvað það er að komast á Evróumótaröðina i golfi, átta þeir sig ekki á hvað það merkir að verða heimsmeistari í íþróttagrein, átt þeir sig ekki á hvað það merkir að vera í kringum 70 sæti á heimslistanum í tennis, á hverju átta þeir sig?
Ekki er ég að fetta fingur út í þessa ágætu menn sem urðu í þremur efstu sætunum.
Getur verið að flestir líti á golfið sem afgangs stærð góða fyrir þá sem eru hættir í öðrum íþróttum, telja þeir lyftingamenn steratappa og tennis sem gutl - ekki veit ég.
Ég er ósáttur, jafnvel þótt ég dái handbolta og fótbolta framar öllum öðrum íþróttum.
Íþróttir | 28.12.2006 | 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
West Ham liðið okkar - er það ekki? Hvað sem því líður, þá er alveg merkilegt hvað einn nýr stjóri getur breytt leikstíl liðs, þótt svo mannskapurinn sé sá sami. Ferlegt þetta með þá bláu hvað þeir ná stigum óverðskuldað, seinast í gær gegn Wigan.
Annars er það Man U hjartað sem slær hraðast. Fór á leik í fyrra, ólýsanlegt. Meira um það síðar
Gleðileg jól, gleðileg fótboltajól.
Íþróttir | 24.12.2006 | 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar