Íþróttamaður ársins

Allt á sömu bókina lært hjá þessum íþróttafréttamönnum.   Þeir hafa áhuga á tilteknum greinum íþrótta og líta hinar helst ekki viðlits.   

Átta þeir sig ekki á hvað það er að komast á Evróumótaröðina i golfi, átta þeir sig ekki á hvað það merkir að verða heimsmeistari í íþróttagrein,  átt þeir sig ekki á hvað það merkir að vera í kringum 70 sæti á heimslistanum í tennis, á hverju átta þeir sig?

Ekki er ég að fetta fingur út í þessa ágætu menn sem urðu í þremur efstu sætunum.  

Getur verið að flestir líti á golfið sem afgangs stærð góða fyrir þá sem eru hættir í öðrum íþróttum,  telja þeir lyftingamenn steratappa og tennis sem gutl -  ekki veit ég.

Ég er ósáttur, jafnvel þótt ég dái handbolta og fótbolta framar öllum öðrum íþróttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband