Færsluflokkur: Dægurmál

Námið og bankarnir!

Hef þá gleði að sjá strákinn minn kára nám í Háskóla Íslands á þessum jan. dögum.   Niðurstaða úr seinast prófi liggur fyrir og lokaritgerðin farin í dóm.   Þetta er auðvitað ekkert sem var ófyrirséð, þannig að drengurinn hefur reynt að verða sér út um vinnu.  Umsóknir hafa verið lagðar inn á störf sem hafa verið auglýst, almennar umsóknir settar inn vegna starfa sem hugsanlega væru á lausu.

Námið er viðskipafræði og hefur hann því beint umsóknum til banka landsins.  Þeirra sömu og leggja sig svo fram að vera í góðum tengslum við okkur kúnnana, sérstaklega ef við gætum hugsanlega flutt einhver viðskipti til þeirra.

Svo furðulega sem það kann að hljóma, þá hafa þessar vel tengdu stofnanir sem alltaf vilja vera í sambandi ekki svarað einni einustu umsókn.   Ekki einu sinni þakkað áhugann!

Ég mun láta ykkur vita þegar það gerist!


Að læra??

Skil ekki þetta tal um að læra af hlutunum og þar með punktur.

Veit dæmi um mann sem stal eitt sinn sultu í búð vegna þess að honum langaði svo mikið í brauð með sultu.   Þessi var settur bak við lás og slá í "Múlanum" meðan mál hans var rannsakað.   Þegar fallbyssurnar gera eitthvað af sér þá skal læra af mistökunum.

Gallinn er bara sá að menn virðast ekki læra nokkurn hlut.   Veit reyndar ekki hvað þeir eiga að læra í raun og veru.  Dæmi, samningur við Byrgið var ekki einu sinni undirritaður.   Samt  fá þeir greitt og það meira  en til stóð í óundirrituðum samningum.

 

Hver á að læra hvað.   Hættum þessu kjaftæði!  Menn verða að vera ábyrgir gerða sinna, það er algert skilyrði.


mbl.is „Mikilvægt að læra af þessari dapurlegu reynslu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran!

Sá Kastljósið í gær.  Ingibjörg og Árni fjármála að ræða um evruna, tolla  og matarverð.    Aldrei hefði ég trúað því sem sannur vinstri maður að ég ætti eftir að viðurkenna að hægri maður á borð við Árna rúllaði yfir draumadís vinstri manna. 

Ég viðurkenni og furðulegt nokk, skammmast mín eiginlega ekki neitt, hann rúllaði yfir hana!

Svo held ég að þegar talað er um matarverð hérlendis og erlendis og allan þann hag sem við hefðum af því að vera á evru róli og í evru-tollaumhverfi, þá beri okkur að hugsa um eitt.   Hugsum um alla þá sem eru ólöglegir innfytjendur í löndum evrópu. 

Það er vitað að sá stóri hópur er í grunnframleiðslustörfum, landbúnaði og tengdum greinum.  Fær greitt lítið sem ekki neitt fyrir störf sín og er án allra réttinda.   Meðal annars með þeim hætti er hægt að hafa verðið á landbúnaarvörum í lægri kantinum.

Viljum við taka þátt í þannig siðlausu athæfi, umræðulaust?

 


Björn & Vilhjálmur

Verið að velta því fyrir mér á seinustu dögum hvor þeirra sé borgarstjórinn Björn Ingi eða Vilhjálmur.  Vilhjálmur þekktur undir nafninu "gamli góði Villi".  

Það er þannig  að í þeim fáu tilvikum sem Vilhjálmur tjáir sig um málefni, þá er Björn Ingi búinn að láta taka við sig viðtal, blogga um málið eða skrifa grein.  

Svo tjáir Björn sig heilmikið um sitthvað fleira og þá sennilega eitthvað sem Villi hefur ekki einusinni frétt af.

Eins og þetta blasir við mér þá hefur flokknum sem hefur einn mann tekist enn einu sinni að taka fram úr.

Eru menn sáttir við þetta?


Byrgið

Þá er hún komin,  ekki mikið öðruvísi en vænta mátti.   Illa að sér í bókhaldi þessir aðilar sem haldið hafa utna um  mál Byrgisins.  Óvarlega farið með peninga, illa gerð grein fyrir því hverning þeim var varið.

Sýnist að flestir sé tilbúnir að dæma þessa menn, eða þetta fólk.  

Fyrst er til að taka að sekt er ekki til staðar fyrr en sönnun er dregin fram.  Það gæti verið að einhverjar skýringar gætu leynst bak við hurð.   Það gæti verið þótt svo ég telji ólíklegt að hægt sé að útskýra svona mikið misræmi eins og virðist vera staðreyndin. 

Mér sýnist að umræðan ætli í þann farveg að dæma þurfi þessa menn fyrir þeirra sakir.  Sammála því ef um sakir er að ræða á annað borð.

Stjórnmálamenn sem ég hef heyrt í, jú þeir tala um ábyrgð þeirra sem fá fjármuni frá ríkinu.   Það sé ekki nauðsynlegt að leita sökudólga í kerfinu, heldur beri að læra af mistökum.    Alltaf er  það rétt, eða hvað?  Getur það verið að sumir skuli dæmdir fyrir misgjörðir sínar, en aðrir sé skoðaðir með tilliti til þess að þeir geti "lært" af mistökunum?  Er það þannig???

Búið að loka Byrginu, ríkissaksóknari með mál rekstaraðila til skoðunar.   Hver er með mál þeirra sem úthluta öllum þessum fjármunum?   Þetta eru þó þegar allt kemur saman, okkar peningar í varðveislu þeirra sem við kjósum til að hugsa um þá og passa.

Ég vil að þeir beri ábyrgð líka.   Þetta sé meira og stærra en að læra bara af því.  

Ráðherrar munu hafa töluverða fjármuni á sinni könnu sem þeir dreifa til mismunandi verkefna.  Fjármunir sem eru utan fjárlaga og ekki eyrnamerktir neinu sérstöku.  

Mér er spurn?  Hvernig er hugsað um þessa fjármuni okkar frá degi til dags?    Ef fer í þessu máli sem sýnist, þá dreg ég þann lærdóm að eftirlit með fjármunum okkar sé ekki gott.

Toppurinn á ísjakanum er víst ekki nema 1/10 upp úr sjó!!


Ánægja?

Þetta er víst langþráður áfangi, menningarelítan situr trúlega einhversstaðar núna og skálar í víni fyrir áfanganum.  Vefur síg síðan inn í gáfulegar umræður um listir og menningu.   Dettur ekki í hug að öllum þessum fjármunum væri betur varið í heisugæsluna eða sköpunasetur fyrir hljómlistamenn eða eitthvað annað sem gagnast alþýðu þessa lands betur.

Var einhver að tala um Héðinsfjarðargöng og kostnað, já óheyrilegan kostnað við þau?

 Þarna á sér stað klár flottræfilsháttur, það er mín sýn á málið.


mbl.is Fyrstu steypunni rennt í mót Tónlistar- og ráðstefnuhússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunsjónvarpið_ítjótí!

Hef dottið inn í morgunsjónvarp stöðvar 2 nokkuð marga morgna í vetur.   Því oftar sem ég horfi, því meiri hryllingi fyllist ég.  Lágkúran og tilgangsleysið í öllum athöfnum - algerlega niðurdrepandi.   Stjórnendur reyna að kreista einhverja gleði út, gleði sem er svo máttvana að það jaðrar við að vera vandræðalegt.  

Helsta von þeirra er að kalla til einhverja sem hafa góð ráð um hluti sem eitt sinn flokkuðust undir daglegt líf og var leyst með almennri skynsemi.

Það er svo langt gengið í fáránleik hvunndagsins að bjóða upp á krakkaveður.   Það er ekki bara eitt heldur allt sem reynt er að taka frá fólki, forheimska það og skerða líkur á að dómgreind fólks fái að njóta sín. 

Krakkaveður!   Getum við ekki látið fólki eftir að líta á veðurspána, líta út um gluggan og leggja mat á hvaða klæðnaður hentar fyrir daginn???  Svo er það einnig  þannig að veður er afar breytilegt á milli svæða, jafnvel þeirra sem stutt er á milli.  

Svo er haft samband við vegagerðina og einhver manneskja þar látin lesa upp texta um hálku hér og ófærð þar.  Í lok lesturs segja stjórnendur eitthvað "vitrænt" um málið og geta á stundum ekki falið fyrir okkur hinum hvað þeim finnst lítið til þessara viðmælenda koma. 

Sálfræðingar fengnir til að ræða hvað beri að gera þegar krakki er að drepast úr frekju.   Ræða vandamál karakterlausra foreldra sem kunna ekki að láta orð og æði fara saman.   Eins og svona ráð gagnist þannig fólki líka eitthvað.

Hressar stuðsamkomur, þar sem konur eiga að safnast saman og "sjálfstyrkjast", heyrðist samt að það prógrammið væri aðallega byggt upp með þarfir stjórnandans í huga.

Hvernig á ég að fara í sokkana mína?

 


Snjór og ófærð

Dásamlegt að fá snjóinn,  minnir okkur á hvað við erum og hvað við stöndum fyrir. 

Hlustaðu á fólkið tala um ófærðina og þú greinir á milli þeirra sem enn eru í tengslum við uppruna sinn og þeirra sem lifa í draumheimi og halda að allt fáist fyrir ekki neitt!!!

 


No blogg

Ekki bloggað í tvo daga, reyndar ekki nema tvær vikur síðan ég byrjaði. 

Það er heldur tómlegt finnst mér þegar ekkert er bloggað,  gott að þrasa um ekkert, þótt svo ekki neinn hafi áhuga á því sem maður hefur að segja.

Það er þó hægt að halda því fram á maður sé að tjá sig á almennum vettvangi - er það ekki?


Enn um Urriðafoss

Fyrr í dag ritaði ég um fund Bjarna Harðar við Urriðafoss í Þjórsá.  Fékk ágætis svör við þeirri grein.

Annað svarið var í þá veru að fyrst maðurinn væri framsóknarmaður, þá væri það mín skoðun að hann mætti ekki hafa sínar prívat skoðanir.   Sömuleiðis var svarandi að furða sig á viðhorfi mínu og jafnvel ótta gagnvart því hversu vald framsóknar væri mikið (og flokkurinn með lítið fylgi í könnunum). 

Það sem mér finnst skondið varðandi umræddann fund er hversu viðhorf Bjarna er í hrópandi andstöðu við þau gildi sem framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í þessum efnum um mörg umliðin ár.

Ég met það þannig að Bjarni sé að kynna kröftug og ný sjónarmið innan flokksins. Sjónarmið sem ég teldi reyndar að ættu ekki langt líf fyrir hödum þar.   Virkjanir, álver og nú seinast að leggja veg yfir fagurt skógræktarssvæði.   Þannig les ég úr verkum framsóknarmanna seinustu árin, gróði á kostnað náttúrugæða.

Í eina tíð taldi ég framsókn hafa ást á landinu, sú tíð hefur að mínu mati hægt og bítandi liðið.  Sjá breytingar frá þeim tíma er hinn mikli skörungur Steingrímur Hermannsson hélt um stjórnvölinn.

Það hefur ótrúlega margt breyst í þeim flokki frá þeim tíma.   Ég vil í því samhengi lýsa þeirri skoðun minni að mér er mjög til efs að nefndur Steingrímur kjósi sinn gamala flokk í dag.

Bjarni ég er ánægður með þessi viðhorf þín, lestu grein mína um Alcoa og þá sérðu að ég styð við þig og þínar hugmyndir.   Held að öflugur talsmaður og humyndaríkur (sbr fundarstað) ættir að leggja öðrum flokkum krafta þína.  

Hef ekki trú á að þín sjónarmið fá góðar viðtökur hjá þeim sem ráða í flokknum núna.  Hvað varð um Kristinn og hans viðhorf?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband