Færsluflokkur: Dægurmál

Ruglið í Alcan

Allt sem þeir eru að gera, þessir forkólfar áversins í Straumsvík er svo ruglað, augljóst, ósvífið og jafnvel kjánalegt.

Þeir kosta hitt og þetta, senda gjafir og deila styrkjum.  Það seinasta! Ef þeir fá ekki að stækka þá séu þeir  farnir.  Leyfum þeima að fara, sitjum við undir svona hótunum?????

Hver hefur séð freka krakkann í búðinni sem grenjar og reynir þannig að fá  sitt fram.

Þetta er þannig háttsemi að við gerðum best í því að segja bara nei nú þegar.   Álversmenn góðir það verður ekkert af stækkun, þið eruð komnir ofan í byggðina og það er ekki til meira pláss.

Þeir loka þá búllunni, og hvað með það?   

Þá skapast mjög gott land undir byggingar, íþróttasvæði, léttan iðnað osfr.   Það væri flott að fá þetta svæði til annara nota.

Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar þeir sátu einir um hituna, það eru breyttir tímar.

Ef við viljum hafa þessa álframleiðslu áfram í landinu, þá held ég að lokun í Straumi og gefið yrði vilyrði samhliða fyrir álveri í Helguvík  þá mundi  málið leysast  með miklum glans.  

Við erum að tala um eitt atvinnusvæði (Hafnarfjörður-Helguvík) (Ath. það Valur!)!

Tökum frumkvæðið í okkar hendur, látum ekki erlent hrokafult vald stjórna okkur. 

Segjum Nei við stækkun álvers í Straumi!!!!

 


Aftur hvalur, en ekki Bónus

Sat í bílnum og hlustaði á fréttir, meðan ég beið eftir að fyrirvinnan mín kláraði síg og kæmi heim.

Frétt um að öll helstu náttúruverndarsamtök könnuðust ekki með nokkrum hætti við þá fullyrðingu Baldvins kynningarstjóra Íslands (út í henni Ameríku!) að fyrir liggji að vaða af stað með herferð gegn okkur mörlöndum.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem leiðrétta þarf Baldvin.   Fyrir stuttu var haft eftir honum að einhverjar keðjur ætluðu að hætta sölu á ísl. landbúnaðarafurðum.

Hver var sannleikurinn?   Aldrei staðið til að hætta sölu, en auglýsingum mundi ef til vill fækka.

Er nokkur furða þótt maður sé farinn að halda að öfgasinnaðir friðarsinnar séu hreinlega farnir að búa til fréttir, lauma inn ósannindum hér og þar til að styðja sínar þröngu skoðanir.

Ætlum við nokkuð að láta undan tískuhugmyndum atvinnumótmælenda???

 


Hvalveiðar og Bónus

Ekki hef ég verið hópi þeirra sem hafa haft horn í síðu Bónus-manna.   Það er nú samt þannig að nú verð ég að lýsa megnri óánægju minni með þá.   Hvað kemur þeim eiginlega við, þetta með hvaðveiðar okkar.   Þeir skulu einbeita sér að sínu og láta aðra hluti vera.  

Lífið er þannig  að ef þú egnir einhvern upp á móti þér á einu sviði, þá kemur annar með þér.

Það er bara ekki hægt að vera eltast við tískuskoðanir kaffihúsapostula allra landa.

Við getum ekki látið forheimskandi sjónrmið ráða ferðum, vinnum á móti þeim.  

Margir þeirra sem eru á móti hvalveiðum, vita oft á tíðum ekki neitt um eðli málsins.   Mikið af þessu liði er matað af atvinnumótmælendum. 

Er það ekki fulllangt gengið að kenna hvalveiðum um fall nýlon hópsins um nokkur sæti á vinsældalista.  

Hvað er að fólki eiginilega?????????????'

 


Konur í stjórnunarstöður

Það var nýlega orðað og ekki í fyrsta sinn að nauðsyn bæri til að fjölga konum í stjórnunarstörfum. 

Þetta er auðvitað sáraeinfalt og eðlilegt að segja si svona.   Jafnt  af hvoru kyni hvar sem er, það er það sem við öll viljum.

Er þetta ætíð svona einfalt?   Fyrir um ári síðan sótti ég um starf, sem ég fékk ekki.   Útskurðaður hæfur ásamt 6 öðurum af um 30 umsækjendum.   Viðtöl og allur sá pakki.   Löngu áður en ég fór í viðtal var mér tjáð að þetta væri meiri tímaeyðslan hjá mér, starfinu væri þegar úthlutað (nafn nefnt)!?

Ekki trúði ég því, fór í viðtal.   Sú sem sannanlega réði í stöðuna forfallaðist og var ekki viðstödd.   Viðtalið fór fram og allt leit vel út, þeir kvöddu mig með þeim örðum að lang líklegast að ég yrði kallaður aftur til viðtals og þá þannig að sú valdamikla væri viðstödd og gæti spurt þeirra spurninga sem hún vildi.

Ég beið, svo kom símtal.   Sæll búið er að ráða í stöðuna......  var ráðin.  Þakka áhuga þinn á starfinu.

Sú sem réði, talaði ekki orð við mig, aldrei hvorki fyrr né síðar,  hafði heldur ekki samband við meðmælendur mína, en réði þá sem áður var nefnd.

Nú halda sumir að etv. sé ég sár lúser -  það er of einföld skýring. 

En ég spyr þá á móti,  hver er forsenda svona ráðningar?  Pilsfaldalýðræði kanski?

Hvenær er jafnrétti?


Skólinn að byrja...

Ef talað er við kennara með reynslu, þá er nánast án undantekningar sagt frá því hversu skólasamfélagið og skólastarfið hefur tekið miklum breytingum, þó ekki sé litið meir en tíu ár til baka.  

Ekki ætti það að koma  mikið á óvart í sjálfu sér, samfélagið í heild sinni er allt annað en fyrir áratug eða svo.    Kennarar tala oft um hversu miklu erfiðara sé að halda uppi aga, halda þeirri ró sem nauðsynleg er til að góð kennsla geti átt sér stað.   Mér heyrist að það teljist til algerra undantekninga ef bekkur (20-30 manna), sé svo vel stemdur að ganga megi að því sem vísu að markvist og gott starf fari fram í hverjum tíma.  Kennarar telja sig vera í erfiðu starfi og oft sé glíma við erfiða einstaklinga nánast svo niðurdrepandi og um leið hamlandi á gott og gefandi starf að óþolandi sé.

Á seinustu árum hefur svo nefndum greiningum  af ýmsu toga fjölgað til muna.  Nemendur eru með lesblindu, ofvirkni, raskanir í mörgum flokkum,  þetta og hitt er að!  Allt er útskýrt með einhverjum hugtöku og leiðsögnin - "það verður bara að finna réttu leiðina."  Þessi rétta leið er bara svo oft torfundin, og þó hún finnist, þá reynist hún ófær af öðrum ástæðum. 

Óþekkt og skortur á uppeldi eru óvísindaleg hugtök og ekki notuð, nema í þröngum skotum af uppgefnum starfsmönnum.  ('Ottast að hugtakið óþekkt" sé að hverfa úr málinu).

Oft heyrist sagt að 95% af orku kennara fari í glímu við 5% nemanda.   Hvað er til ráða?  Skóli án aðgreiningar er víst lausnarorð dagsins í dag.   Skóli án aðgreiningar merkir í raun, allir, já allir skulu inn í einn skóla, sama bekk, alveg sama hverjar aðstæðurnar eru.   Líka þeir sem fara bekk úr bekk og ekki lært neitt, ekki opnað  bók í áravís. Ótrúlega margir  sem virðast ekki hafa bakland heima við sem hefur metnað, þor eða getu til að uppfylla þá skyldu (er rituð í einhverjum lögum) að  þroska og veita nemandum þann  skilning sem nauðsynlegur er til að geta verið hluti af stærri heild (bekk).

Vandamál?  Það er oftar en ekki hlaupið á bak við greiningar.   Stundum (oft) eru þær réttmætar.   Þegar greiningar eru virkilega réttmætar, þá er oftast greið leið að vinna með vandann.   Þegar einhver greining er blaður, þá er lausnin ekki í sjónmáli.   Því það er of oft litið fram hjá kjarna málsins, þe. getuleysi sumra heimila til að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga barn og ala það skilyrðislaust upp.

 

Meira síðar!


Fálkaorðan?

Sá árlegi atburður að tilnefna fólk í samfélaginu og krossa það í bak og fyrir er núna!  Hvers vegna er þessi siður, eru þessir tilteknu aðilar eitthvað verðugri  en aðrir þegnar þessa samfélags.   Er  ekki þarna á ferð sama hugmyndfræðin og þegar stjórnmálamönnum, herforingjum og þess háttar fólki er hossað fyrir ýmsa hluti sem eiga sér stað í samfélaginu.   

Hverjir eru raunverulegir gerendur hluta, hverjir marka spor, hverjir eiga hrós skilið?  

Fálkaorðan er þannig að vinir frægra Íslendinga senda bréf með upptalnigu á ágæti þess sem þeir ætla að tilnefna.  Bréfið lendir í höndum   einhverrar nefndar.    Digur upptalning,  orðum hann! 

Skoðið ástæður og rökstuðning fyrir því að þessir útnefndu aðilar fái þessar orður!

Spyrjið ykkur sjálf hvort ýmsir óþekktir, venjulegir launamenn geti ekki með sama hætti verð ámóta hreyfiafl og þessir tilnefndu.   Ég held að svo sé.

Leggjum af svona gamalt og lúið form að draga  fólk í dilka með þessum hætti.  

Ég og þú erum rétt eins merkileg og þetta orðaða fólk.   Við eru bara ekki í snobblagi samfélagsins.

 

 


mbl.is Fjórtán sæmdir fálkaorðunni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaupið?

Efri vörin lyftist 5 sinnum - lítillega - meðan á skaupinu stóð.  Þó var ekki hægt að segja það lélegt, því þá væri ég sennilega dauður.

Gleðilegt ár!


Vífilsstaðavatn - Nýbúar

Var að klára seinasta göngutúr ársins í kringum Vífilststaðarvatn.   Þakkaði árum staðarins fyrir samstafrið og ánægjunleg samskipti á liðnu ári.  

Veit að ég á eftir að strunsa þennan hring oft á komandi ári, og þegar vel liggur við að hlaupa upp "Lungnabrekkuna", þarna upp að vörðunni.  Frábær staður.

Þegar heim kom datt ég inn í kryddsíldina á stöð tvö.  Þar var ma. rætt um innflytjendur.   Furðuleg umræða á ferð.   Ekki er ég stuðningsmaður Frjálslyndra, þó  get ekki fundið út að þeir séu rasistar.   Mér finnst nauðsynlegt að fylgjast með hvað er að gerast í innflutningsmálum og ekki síst að trygga þeim bestu aðstæður sem kjósa að setjast hér að.  

Eitt sinn var ég í þeirri stöðu að þurfa að ræða við ungling (af erlendu bergi brotinn) og foreldri hans.   Unglingurinn hafði dvalið í 10 ár af 15 hérlendis.   Ég óskaði eftir túlk.   Hugsunin var sú að móðir drengsins gæti fengið að tjá sig frjálst á því máli sem hún kynni best.  

Þótt svo að hún hefði dvalið hér í 10 ár þá kunni hún varla stakt orð í íslensku,  það sem meira kom á óvart að drengurinn vildi femur tjá sig á sínu móðurmáli fremur en íslensku.   Ég spyr!  Er þetta að taka á móti útlndinum?  Það held ég ekki.  Ef ég settist að í Tælandi og skyldi ekki orð af því sem talað væri í kringum mig,  hefði ekki möguleika á að vita hvað tíðkaðist og hvað ekki....   Hver væri tilvera mín?   Ósköp svipuð og fjölmargra nýbúa hér á landi.  Óbærileg!  Við verðum að hafa burði til að ræða þessi mál.    Ekki bara láta gífuryrði kaffihúsaliðsins fæla okkur frá umræðunni.   Við erum ekki neinir rasistar þótt svo við leggjum ekki blessun okkar á þær aðstæður sem er hér í dag. Okkur gengur allt annað og betra til en það - áttið ykkur á því þið sjálfskipuðu boðberar hinna réttu viðhorfa!


Áramót

Í fréttum var sagt frá því að ríkisendurskoðandi vildi láta stöðva greiðslur til Birgisins.   Gott og vel!   Hvernig væri að pólitískar ákvaðanir væru með sama hætti teknar til athugunar!  Mér dettur í hug að nefna göngin fyrir norðan, þessi sem kosta 5 - 6 milljarða króna.    Göng sem ætlað er að tengja saman fámennar og hrönandi byggðir.  

Ef það er sóun að henda krónum stjórnlaust og vitlaust í Birgið, er það þá ekki jafn glórulaust að eyða aftur og aftur miljörðum á miljarða ofan í galnar framkvæmdir.   Gerir það eyðsluna réttlætanlega þegar hún er afsprengi hrossakaupa pólitískt kjörinna fulltrúa okkar?

Guðjón Ólafur sagði á þingi eitthvað á þá leið að menn væru að drífa sig í þinghlé til að komast í skemmtireisur erlendis.   Það var hart bruðgist við þessum orðum Guðjóns.   Gæti verið að hann hefði eitthvað til síns máls.   Trúum við því að allar þessar reisur séu svo merkilegar?

Ég legg til að settur verði upp vefur ferdalog.is, Þar sem hvejum þeim sem ferðast á kostnað hins opinbera verði gert að skrifa ritgerð um ferð sína.   Gera skattborgurum þessa lands grein fyrir því lið fyrir lið hvað þeir gerðu, ávinningi ferðar og í hvað peningurinn fór sem ferðin kostaði. 

Í mínu starfi þarf ég að standa klár á hverri mínútu sem ég nota eða nota ekki!

 


Dapur

Í seinasta bloggi skrifaði ég um væntanlega aftöku Saddams...   Nú er hún að baki.  Karlinn dauður.

Ég er ekki endilega dapur yfir því, heldur framgangi þeirra tveggja manna sem settu okkur mörlanda inn í þessa hörmulegu, skálduðu, fáránlegu atburðarás.

Annar er í Svörtuhöllum eins og Jón Baldvin kallaði að nefna stofnunina,  hinn er að taka við embætti á heimsvísu fyrir hönd okkar hérlendra.

Hafa svo ekki breskir ráðherrar stundum þurft að segja af sér eftir símaspjall við vændiskonur?

Sænskir ráðherrar að segja upp starfi venga þess að ekki hafði verið greitt afnotagjald af sjónvarpi í einhverja mánuði.....  það má víst telja upp fleiri þannig tilvik.

Okkar menn, já okkar menn!

Hvað er eiginlega jafnt í þessum heimi?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband