Færsluflokkur: Dægurmál

Í hvaða heimi?

Í nýlegu bloggi var manneskja að lýsa því yfir hvað ómannúðlegt væri að drepa dýr.   Á hennar heimili væri ekki einu sinni stuggað við skordýrunum.

Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég skil ekki svona fólk.  Í hvaða heimi er fólk sem hugsar svona.  Það má auðvitað velta fyrir sér aðferðafræði við drápið.   Það má líka velta því fyrir sér hvort og hvenær eigi að drepa dýr.  

Við sem búum á þessu landi ættum að gera okkur góða grein fyrir því að tilvera okkar hefur staðið og fallið með því að vera í takti við náttúruna.   Lifa í sátt við hana, njóta þeirra gæða sem hún hefur upp á að bjóða.   Gildir þar einu hvort um er að ræða fulgla himins, fiska og dýr sjávar, bústofn.

Gaktu um nakin og borðaðu kál, ef þú vilt ekkert aumt sjá.   Stingdu hausnum í sandinn.


Einstaklings miðað nám..

Tvö hugtök hafa tröllriðið umræðu í skólamálum seinustu árin.   Ekki er neinn maður með mönnum nema hann geti sagt "EINSTAKLINGS MIÐAÐ NÁM"  og "SKÓLI ÁN AÐGREININGAR".   Hvað er þar á ferð?  Náðarmeðul skólakerfisins eða eitthvað annað?  

Það þarf lengri grein en hér birtist til að skapa gagnlea umræðu.   Hef í huga að koma að þessum málum í töluvert mörgum bloggum á nætu mánuðum.

Hugtakið sem notað er í fyrirsögn, gefur til kynna að nám sé sniðið að þörfum hvers og eins.  Er það svo?   Auðvitað er það ekki þannig, ef laga ætti nám að þörfum hvers og eins þá þyrfti að fjölga svo í kennarastétt að hver kennari hefði ekki mikið meira en 5 nemendur á sinni könnu.   Það er nefnlega meir en að segja að nám sé einstaklingsmiðað.   Færni, geta, áhugi er á svo breiðu sviði, að vart er hægt að mæta óskum allra.  Hugsunin er samt fallleg! 

Hugtakið er runnið inn í ísleskt skólakerfi undan rótum Gerðar fyrrverandi fræðslustjóra Reykjavíkur.   Skólaþróun hefur snúist um þetta hugtak og verið dásamað sem helsta framfaraspor  á seinni tímum.   Sérstaklega eru þeir sem voru í meirahluta hér í borg duglegir við að hampa þessu á mannamóum og telja sér til tekna.   Núverandi meirihluti virðist ætla að gera það líka.

Til að þetta verði að einhverju öður en klisju og íþyngjandi hlutum fyrir kennara, þá verður að stórauka fjármagn til skólanna.  

Það verður að viðurkennast  að breyting á sér ekki stað með fjasi stjórnmálamanna, undir sjálflægum skálaræðum þeirra.


Hvalveiðar

Það er verið að halda því fram að hvalveiðar  séu að koma í veg fyrir markaðsskókn okkar í USA.

Það vita það allir sem það vilja vita að sókn okkar á erlenda markaði með landbúnaðarvörur hefur verið erfið.   "Sókn" okkar á sér áratugalanga sögu.  Útfluningsbætur, vöruskipti, og ef til vill nú seinast tilraun til arðbærra viðskipta.   

Það er algerlega út í hött að halda því fram að hvalveiðar hafi eitthvað með það að gera að sala á þessum afurðum hafi gengið treglega!   Tek undir með Einari sjávarútvegs og hafna þessu sem tómri steypu.

Svo skulum við ekki gleyma því að hvalveiðar eru í eðli sínu leið til að viðhalda jafnvægis í búskap hafsins.   Færustu vísindamenn okkar fullyrða að stofn hvala sé svo stór að sumar tegundir mætti veiða í tuga ef ekki hundraða vís, án þess að nokkur vá sé fyrir höndum.

Það liggur líka fyrir að jafnvægi raskast í lífríkinu ef einn stofn fær friðun meðan annar er nýttur.

Þannig að okkar hlutverk er ekki að mjálma með hvalveiðibanni, okkar hlutverk er öllu fremur að verja okkar eigin hagsmuni, viðhalda jafnvægi í náttúrunni og stunda veiðar á sem flestum stofnum, en hóflega þó.

Ég man ekki betur en hluti ferðamannaiðnaðarins í denn hafi verið að fara upp í Hvalfjörð og horfa á hval skorinn?

Forðumst hræsni, leitum jafnvægis.

 


Tillitsleysi?

Tók hjólið fram í dag eftir langa bið.  Hjólaði mína10 km og naut hvers meters.   Rifjaðist upp fyrir mér hjólatúr frá því í endaðann september.   Deili með ykkur atburðum úr  þeirri ferð.

Var á hjólagrein á göngustíg í Fossvoginum.  Framundan hópur fólks á göngu, einn leiðir hjólið sitt.   Þegar um 2-3 er í að ég mæti hópnum þá tekur sá er leiðir hjólið sig út úr og skellir hjólinu þvert í veg fyrir mig.   Klessa!!  Ég hendist af hjólinu og lendi (eftir á að hyggja) á stýrisbúnaði annars hjólsins.  Ligg sem sagt ofan á hjólunum.   Mig verkjar ferlega, á mjög erfitt með að ná andanum.  Staulast á fætur, get þó varla staðið.  Heyrði einhverja segja, er eitthvað að!!! 

Gat ekki staðið og náði varla andanum, sat á hækjum mínum og barðist við að innbyrða súrefni og yfirvinna sársauka. 

Gat ekki svarað spurningum.  Man þó að ég stundi upp á endanum:  "Hélt að umferðarreglur væru gildandi hér".  

Fólkið tók að hvefa á braut og ég illan haldinn.  Þá segir konan:  "Heyrðu er hjólið þitt óskemmt?"  Hún var ekki að tala við mig, heldur karlinn sinn, þann hinn sama og setti hjólið þvert fyrir mig.

Svo fóru þau!   Ég seið að  bekk sem var nærri og "sat" þar í stundarfjórðung eða svo.  Staulaðist svo heim (um 4 km).

Þegar heim var komið kom í ljós að ég var illa skorinn á síðunni og verkur yfir brjóstinu ekki minni en áður.   Drifinn á Slysó.    Þar var máli litið alvarlegum augum.   Rannsakaður, saumaður, lungamynd, rönkenmynd, hjaralínurit.    Læknir sagði að svo mikil hætta væri á innvortist skaða þegar útvortisáverkar væru með þeim hætti sem ég hafði hlotið.   10 spor, brotin rifbein en heill að öðru leyti.   Læknir útskrifar mig með resefti og þeirri spurningu hvort það sé virkilega rétt skilið  að fólkið sem ég átt samskipti við í Fossvogsdalnum hafi farið af vettvangi  án þess að bjóða hjálp, hafa samband við 112, eða bjóðast til að koma mér á slysavarðstofuna.

Jú, réttur var sá skilnigur læknisins. 

Það sem stendur upp úr, af atburðum þessum er þegar konan spurði manninn sinn hvort hjólið hans hefði skemmst.

Mikið væri gaman að fólkið sem ég er að tala um, læsi þetta blogg þekkti atburðinn og skammaðist sín.  

Svo mætti það borga mér 15000 í læknis og lyfjakostnað venga atviksins.   Ég mundi aldrei láta mér detta  í hug að svona fólk bæðist afsökunnar á háttsemi sinni.

 

 


Umferðaröryggi!

Þeir hjá sjónvarpinu voru að sýna glefsur úr gömlum Kastljósum.    Meðal annars var rifjað upp viðtal við Arnalds strákinn, frambjóðandann í Árborg.   Hvað hafði hann sér til frægðar unnið?  

Keyrt fullur á vegi sem var svo mjór að hann strauaði eitthvað sem á leið hans var.  

Hljóp (gekk, skreið, staulaðis) svo víst burtu af vettvangi.

Svo var það ekki fyrir löngu síðan að sami "frambjóðandinn"  birtist í fréttaviðtali í sjónvarpi.  Hvað var rætt um?   Umferðaröryggi og nauðsyn þess að leggja 4 akreinar austur yfir fjall.  Hann var að því er virtist helsti talsmaður og erindreki hugmyndarinnar.

Af öllum góðum var ekki til neinn betri til talsmaður annars góðrar hugmyndar? 

Má vera að hann hefði sloppið með skekkinn á tvöfaldri akbraut?


Á hausnum!

Fór út að ganga, rétt si svona til að skila einhverjum kaloríum til baka!  

Göngustígurinn sem ég var á reyndist svo háll að ég þakkaði mínum sæla fyrir að komast lifandi úr göngutúrnum.   Ef til vill einhverjum kaloríum fátækari, en smjörsýran sem safnaðist upp verður örugglega grunnur að góðum strengjum.

Annars er það merkilegt hvað hálkuvörnum hefur hrakað síðan verkefnið var boðið út.

Hafið þið ekki séð þessa garpa aka um gangstéttarnar og dreifa sandi?   Þeir fara oft svo hratt að maður telur sig heppinn að finna sandkorn eftir þá.

Annars er draumurinn að ná því að vera í flokknum Valin blogg.   Hvernig ætli sé valið í hann?   Þekkt nöfn yfirleitt, en ekki get ég séð að umræðuefnið sé nokkuð merkilegra en hjá okkur hinum, þessum lítt eða bara ekki frægu.


Suður með sjó!

Fór suður með sjó, líta á strandið.  

Þegar maður horfir á skipið, þennan risa sem nánast er á þurru landi  -  horfir síðan eftir strandlengjunni á báðar hendur, ja þá verður manni ósjálfrátt spurn.  Hvernig er þetta hægt!

Sem veiðimaður (rjúpnaskytta), þá veit ég að allar kaffikerlingar landsins hefðu boðað til aukafundar ef ég hefði týnst og stefnan á mér verið jafn röng og á þessu skipi.

Annars heillandi að sjá hvað var mikill fjöldi fólks mætt á staðinn til að líta skipið augum.   

Skutlaðist síðan í gegnum Sandgerði og Garðinn og inn í Keflavík. Keflavík, þar var örtröð við bílalúgu og bisnesinn greinilega góður. Sýnilega opið í fleiri búðum á svæðinu, er þetta ekki bara málið.  Setja upp greiðasölu í kirkjum landsins?   


Jólin

Þá styttist í skötuna.  Undirbúningur alveg á fullu.  Hátíðin gengur senn í garð.  Met jól í innkaupum er sagt.  Allir í kappi að koma draslinu í umbúðir svo hægt sé að skapa stemmingu þegar tætt er innan úr á aðfangadag.  Fjölmargir fara í kirkju á þeim degi, svo er það maturinn og síðan pakkarnir.  Allt látið líta út með þeim hætti að andi jólanna svífi yfir.   Hvaða andi er það annars?

Slepjan hangir yfir öllu, fullt af fólki sem man guð sinn aldrei nema á jólum og varla þá.   Söngurinn var svo góður, stemmingin svo mikil, ræðan góð hjá presti, þörf áminning.  Já, við leikum okkur í kringum heilagleik hátíðarinnar.   Þetta snýst samt allt um peninga, fríið, gjafirnar, matinn.

Held að guð almáttugur sé sá misnotaðsti sem við þekkjum.  

Mikið má hann líða að þurfa að horfa upp á þetta allt!  

Er hann ekki örugglega til?

 Man Un. er að fara í leik nú rétt á eftir - það er raunverulegt!

 


Þarf 101 að taka málið að sér?

Furðulegt með okkur mörlanda, við framkvæmum aldrei neitt fyrr en á seinustu stundu og helst ekkert fyrr en í óefni er komið.   Sum mál virðast vera þannig að ekki er eftir  þeim tekið fyrr en Postular hinna réttu skoðana hafa tjáð sig, eða tekið afstöðu.    Kárahnjúkamálið og virkjun þar eru slæm vegna þess að 101 klíkan hefur hjalað sig inn á þá fleti.  Gamlar grafir á því svæði öðluðust all í einu gífurlegt gildi.   Landið, fuglarnir og árnar algerlega ómenlegir dýrðgripir.  Sennilega allt rétt, en því var fólkið svona fjári lengi að taka við sér með þessa hluti?    Tónlistarhús, jú það er á leið upp úr jörðu.   Allt er rifið svo menningarelítan geti fengið sitt.    Sakleysislegar myndir í ríkissjónvarpinu af menningar- verðmætum sem eru að verða listinni (m.a gamlr minjar úr atvinnusögu borgarinnar ) að bráð.   Stutt viðtal við fornleifafræðing sem segir málið slæmt og lætur þess getið að tíminn líði svo hratt að nútiminn sé safngripur áður en varir.  

Heyrði maður eitthvað um verndun ofannefndra  menningarverðmæta frá hinum miklu menningar_Postulum?  Ekki neitt!  Ekki orð!  Það fór amk. mjög hljótt ef einhver stuna heyrðist. 

Svo er það Náttúrugripasafnið!  Safngripir í skúmskotum út í bæ.  Mestur hluti safnmuna hefur aldrei komið fyrir almennings sjónir.   Vísindarannsóknir í brauðfótum vegna aðstöðu- leysis.   Safngripir, þessir fáu sem eru í sýningarsal lenda í vatnsbaði,  þurfa að þola hita og rakasveiflur á degi hverjum.   

Því gerist það allt í einu núna að stjórnmálamenn tala eins og vandinn sé nýr???  'Eg man ekki betur en þessi aðstaða hafi verið með þessum hætti í áratugi.   Það er ekkert nýtt hér á ferð.   Vandinn er áratuga gamall.  Hvers vegna þá?      Hefur þetta mál ef til vill aldrei verið tekið upp af kaffihúsaliðinu í 101 Reykjavík? 


Hugsjón, frétt eða eitthvað annað?

Kompás!  Áttaviti er held ég upprunalega merkingin.   Þáttur á stöð 2 þar sem menn fara mikinn og láta lita svo út að þeir fari um sem frelsandi englar.   Leiti sannleikans og lifi fyrir það eitt að mannlífið verði fegurra.   Gott er tilefnið!  Í seinasta þætti var tekið til umfjöllunar mál mans sem rekið hefur meðferðarheimili til fjölda ára.  Ekki þekki ég þennan mann, en þekktur er hann af sínum störfum.  Umræðan í kjölfarið hefur verið blendin, sitt sýnist herjum.   Fréttastjóri  kallaður í Kastljós Rúv og vitnar þar sem heilagur maður og setur í brýrnar í heilagleika um  nauðsyn þess að koma öllu frá sér til okkar um skelfilegheit málsins.   Hvað er er að gerast?    Þeir kalla það rannsóknarblaðamennsku!?   Þeir seta sig í þau spor að dæma, deila og jafnvel drottna.   Maður er nánast tekinn af lífi, hann er úthrópaður af fjölda manns, hann á sér vart viðreisnarvon.   Allt er þetta gert í nafni upplýsandi umræðu.   Ágæta fjölmiðlafólk,  var ekki einusinni talað um dómstól götunnar?  Segir ekki sagan af þannig háttsemi, þegar þegnarnir taka fram fyrir hendurnar á réttkjörnum aðilum sem til þess eru valdir að rannsaka mál.  Lögreglan rannsakar og sendir  síðan málið til dómstóla ef ástæða er til.   Hafi Kompásmenn svona digrar sannanir, því fara þeir ekki með þann bunka til lögreglu og biðja hana að rannsaka frekar?   Skrifa ef til vill frétt eða fréttir í því tilefni.   Halda lögreglu eða rannsakendum við efnið, þannig að málið lendi ekki í rykfullri skúffu inn á kontór einhvers rannsakanda. 

Þeir fara hina leiðina, afhjúpa mann, dæma hann eftir lögum dómsstóls götunnar.   Við vitum það öll að Gróa á Leiti getur komið sögum af stað.   Orðrómur getu orðið trúverðugur, en haldlaus þegar betur er skoðað.   Hver sem er getur orðið orðagjálfri að bráð.  Ber okkur ekki að halda friðinn, halda leikreglurnar  og virða  hið þrískipta valdakerfi okkar samfélags?     Hverjum þeirra er sannleikurinn heilagur?   Getur það hugsast að þetta sé efni sem hægt er að selja auglýsingar út á.   Gæti verð að næstu áhorfstölur litu betur út með svona efni birtu.   Spyr sá sem ekki veit.   Sendið í næsta máli ykkar rannsókir og sannanir til lögreglu.   Þannig mun sómi ykkar aukast og verða mikill.

Þið verðið að trúa á stofnanir samfélagsins, þið getið samt veitt þeim verðugt aðhald.    Fallið ekki aftur í þennan fúla pytt.   Flytjið fréttir, ögrandi fréttir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband