Færsluflokkur: Dægurmál

Þá er að byrja aftur!

Datt alveg úr stuði þegar þeir opinberuðu lykilorðið mitt.  Ekki það að nokkur hafi gripið það og notað til óhæfuverka.  Þetta nýja var svo snúið og leiðinlegt að ég hálfvegis rann á því og út af áhuganum á blogginu.  Þetta er að koma aftur og sérstaklega eftir að Jón bróðir sveitarstjórnarmaður í Árborg er byrjaður að blogga.   Það verður gaman að sjá til hans.  Svo mikið er víst að sá umhverfisvæni V-græni maður á eftir að skerpa á ýmsum málum og setja út nýja fleti, sér og sínum til ánægju og frekari heilaleika.

Dapurlegra..

Þetta sem sagt er í fréttinni er auðvitað grafalfarlegt mál og dapurlegt um leið.  Það eru fleiri hliðar á þessu máli.  Við sem erum nærri grunnskólum borgarinnar tökum eftir því hversu margir það eru sem koma akandi með börnin í skólann.   Þetta virðist ekki bara vera suma daga, heldur sér maður marga gera þetta upp á hvern dag.     Dapurlegt finnst mér, sérstaklega í ljósi þeirrar staðreyndar að skólarnir eru nánast í öllum tilvikum innan við 5 mín. göngufæri frá heimilunum.    Það er svo ótrúlega margt sem við gætum lagað í fari okkar sjálfra, tökum við ef til vill fagnandi fréttum um ógæfu af ýmsum toga, svona rétt til að þurfa ekki að horfast í augu við okkur sjálf, í okkar eigin rugli?

 


mbl.is 73% aka einir í bíl til vinnu eða skóla í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða taktleysi er þetta?

Hvað er eiginlega að sumu fólki.  Þegar einhver þingmaður fer að velta fyrir sér ábyrgð ráðherra vegna gerða þeirra, þá rísa sumir upp á afturlappirnar og tengja það pólitískri stöðu viðkomandi hvernig hann talar.

Er það ekki eðlilegasti hlutur í heimi að kalla menn til ábyrgðar?  Ég þarf ekki nema að gleyma að greiða reikningana mína á réttum degi, þá er mér refsað.   Nú ef ég tel óvart rangt fram til skatts, þá á ég ekki neina afsökun, mín bíður sekt og þaðan af jafnvel eitthvað verra.

Veit ekki endilega hvort Geir ætti að segja af sér, hitt veit ég að ýmsir þingmenn og sumi ráðherrar vissu af þessu máli til fjölda ára, má ekki kalla þá til ábyrgðar.

Við verðum að læra af mistökunum!?  Ég hef axlað ábyrgð segir Birgir framsóknar, held að ráðherrann hans  hafi sagt það líka.   Gott fólk!  Hvað er að axla ábyrgð, blaðra eitthvað úr ræðustól Alþingis og horfa bláeygður í linsu sjónvarpsmanna?   Bull!  Það er algert lágmark að þessir menn sem fremstir eru í flokki og innvígðir í þessa nefndu hluti, axli ábyrgð með því að segja af sér.  Það er siðferðislega rétt og ekkert annað.


mbl.is Spurði hvort forsætisráðherra ætti ekki að segja af sér vegna Byrgismáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðlensk veirusýking?

Þegar landar okkar ná árangir í útlöndum þá fyllumst við stolti.  Stundum þvílíku stolti að það jaðrar við sjúkleika.  Björk, Sigrurós, bankarnir, Baugur, Eiður Smári, 1/2 íslendngar (listamenn og aðrir sem eru að gera það gott og eru ættaðir af klakanum) og fleiri og fleiri.

Svo bregður við þegar forseta vorum er boðið að sitja í ráðgjafanefnd á Indlandi, þá verða vissir aðilar alveg sótillir.

Helst er auðvitað að nefna Halldór Blöndal svo og Valgerði Sverrisdóttur.   Öfundin og forn fjandskapr viðist hafa tekið völdin í huga Halldórs og Valgerðar.  Halldór er auðvitað frægur fyrir fjandskap sinn í garð Halldórs, ég veit ekki hvers vegna, en þetta hefur auðvitað veri mjög áberandi í gegnum tíðina.

Ólafur sem forseti, eða Ólafur sem ekki forseti.   Hvaða máli skiptir það?   Getum við ekki sætt okkur við og verið ánægð með þá staðreynd að fjöldi erlendra kann að meta og sækist eftir stórbrotnum gáfum forseta vors. 

Ólafur hefur sýnt það ítrekað að hann nýtur trausts og virðingar á erlendri grundu.  Ég hef ekki betur getað séð en við landar hans hafi notið góðs af öllu því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.  Hann talar máli okkar, hann hefur tækifæri til þess.   Það er það sem við viljum, er það ekki?

Öfund og sárindi sumra manna er þeim til vansa.


Bloggið

Eins og margir hafa sagt, þá virðist sem svo að sumir haldi stöðu sinni á forsíðu bloggsins klukkustundum saman  ef ekki dögum saman.   Ekki veit ég hvort það er vegna þess að þeir eru á einhverjum samningi, eða þá hitt að þetta eru oftast þekktar persónur úr þjóðlífinu.  Smáborgarinn í okkur vill alltaf fylgjast með fræga fólkinu, ekki satt?

Hitt veit ég líka að blogg okkar óbreyttra stendur svo stutt við á síðunni og fær þess vegna eðli málsins samkævmt oft á tíðum litla athygli.

Á maður að líta á þetta blogg sitt sem dagbókarfærslur sem hugsanlega væri gaman að lesa eftir ár eða tvö. Jafnvel að viðurkenna að þetta eru allt skrif fyrir fáa, jafnvel ekki fyrir neinn.

Samt tel ég það eftirgjöf, því ég verð að upplýsa að mörg bloggin vekja hjá mér ánægju þótt svo þau séu ekki lesin af mörgum.

Hvað þá?  Fara á Sægreifann og fá sér súpu og hrefnuspjót - það er lífið. 

Blogga svo pínu í viðbót...........

 


Gróði

Það er ljótt í hugum margra að halda því fram að fyrirtæki eigi að vera í  eigu hins opinbera.  Manni er sagt að opinber stjórnsýsla hafi öðrum hnöppum að hneppa heldur en að vasast í rekstri.  Nú er búið að selja fjölmörg arðvænleg fyrirtæki, og þau næstu eru á sölulínunni.   Jarðvegurinn er undirbúinn til að selja þau öll.   Þetta er svona svipað og rýmingarsala, allt skal selt og prútt leyft í lokin. 

Helstu rökin eru að fyrirtæki í einkaeigu geti tileinkað sér skilvirkari stjórnhætti, fljótari að aðlagast nýjungum, fljótari að taka ákvarðanir.   Líklega allt rétt, en mér er spurn?  Til hvers höfum við raunverulega verið að selja þessi fyrirtæki, hefur það fært okkur þessum meðaljónum einhvern arð?  Held ekki!  Flest eru þau grunnur í útrás, já þessari sem við erum svo ánægð með!?   Hvers vegna ættum við að vera ánægð?  Þjóðarstoltið er samt við sig, ef landinn er að gera það gott í útlöndum þá höldum við að okkar prívat persóna sé að gera það líka.   Eiður er á Spáni og ég er þar með góður í fótbolta. Bónusmenn með eignir vítt um heim, við höldum að það sé okkar prívat eign. 

Komum til baka og virkjum almenna skynsemi (hefur verið á hröðu undanhaldi seinustu árin),  það sem við höfum fengið eru okurvextir hjá bönkum, hátt verð á vöru og þjónustu, dýrt að fara af skerinu og heim aftur, en okkur er það nokkur sárabót að auðmenn landsins halda stórar afmælisveislur og ef við lýsum óánægju með slíkt hátterni, þá erum við víst forpokaðir sveitamenn. 

Þarf ekki að endurvekja gamla hugsun, gömul slagorð?

Öreigar allra landa, borga og bæja látum sveitirnar fylgja með, sameinumst!   Látum ekki keisara og konungsveldi liðins tíma ganga aftur. 


Hvalveiðar

Það eru einhverjir hér á blogginu að tala um hvalveiðar.  Helstu rök að einhverjir í einhverjum löndum séu svo góðir.  Þvílíkt endemis kjaftæði.  Er fólki það ekki ljóst að við verðum að lifa í þessu landi á okkar forsendum.  Hætta að eltast við sjónarmið einhverra þrýstihópa út í heimi.   

Leggjum af þessi aumingjasjónarmið.   Veiðum hvali ef það leiðir til jafnvægis í lífríkinu.   Það jafnvægi er ekki rétt ef hvalir fá að vera óáreittir framvegis sem hingað til.  


Flottur!

Alveg magnað að fylgjast með vinnulagi og kraftmiklum ákvörðunum Eggerts þessa dagana.

Svo kjósum við konuna sem sem formann KÍ  í stað Eggerts.   Tryggjum þar með að það landslið sem er að standa sig miklu betur (konurnar) á alþjóðlegum mælikvarða, fái tækifæri til að efla sig líkamlega, andlega og tæknilega í stað þess að þurfa að standa í þvi að safna flöskum til að kosta "næsta" atburð.

Munum hvar liðin raðast á heimslistum!


mbl.is Neill og Blanco til West Ham í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara þeir?

Auðvitað brugðust þeir, það vita allir.   En hverjir fleiri, ræðið um það líka.  Þetta er óþolandi framsetning á málinu.  Reynið stjórnmálamenn að taka ábyrgð á því sem snýr að ykkur.  

Gott upphaf væriað sjá eins og eina afsögn hjá einhverjum úr ykkar hópi.

Í Silfrinu hjá Agli voru sumir viðmælanda hans að reyna að halda því fram að póitíkusar hefðu staðið sig vel, amk sumir þeirra.   Hvers vegna stóðu þeir sig vel að þeirra mati?  Jú þeir sögðu í ræðustól að þeir öxluðu ábyrgð!!!???   Mér er spurn?  Hvað er nú það?  Bara orð, ábyrgðin verður að vera sýnileg með einhverjum hætti, annars er þetta stórt plat og algerlega innistæðulaus orð.

Mér gagnaðist ekki um árið þegar ég taldi rangt fram til skatts að segja, ég hélt... skal aldrei gera þetta aftur.

Ég reyndi?  Mér var eðlilega sagt að reglur væru reglur hvort sem ég kynni þær eða ekki.   Sekt var staðreynd!

Ég vil að æðstu ráðamenn þjóðarinnar verði að lúta sömu lögmálum.  Segið af ykkur einhverjir þarna niðri á þingi eða í ríkisstjórn. 


mbl.is Rekstaraðilar Byrgisins brugðust trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segðu af þér!

Ætlaði svo sem ekki að skrifa meira um Byrgið í dag.   Verð samt!  Var að hlusta á viðtal við þennan strák sem er víst formaður fjárlaganefndar þingsins.   Jú, hann viðurkennir að hann hefði getað betur hér og þar.   Væri ekki viturlega fyrir þennan velgreidda strák að stíga skrefinu lengra, segja af sér og hvetja til opinberrar rannsóknar á klúðrinu.

Það er einfaldlega kominn tíma á, að þeir sem öllum stundum eru að tala um nauðsyn ábyrðar, axli hana sjálfir.

Ef þetta væri að gerast í öðrum löndum, þá værum við fljót að kalla hlutina því nafni sem þeir heita.

Óreiða, sukk og siðleysi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband