Hvaða taktleysi er þetta?

Hvað er eiginlega að sumu fólki.  Þegar einhver þingmaður fer að velta fyrir sér ábyrgð ráðherra vegna gerða þeirra, þá rísa sumir upp á afturlappirnar og tengja það pólitískri stöðu viðkomandi hvernig hann talar.

Er það ekki eðlilegasti hlutur í heimi að kalla menn til ábyrgðar?  Ég þarf ekki nema að gleyma að greiða reikningana mína á réttum degi, þá er mér refsað.   Nú ef ég tel óvart rangt fram til skatts, þá á ég ekki neina afsökun, mín bíður sekt og þaðan af jafnvel eitthvað verra.

Veit ekki endilega hvort Geir ætti að segja af sér, hitt veit ég að ýmsir þingmenn og sumi ráðherrar vissu af þessu máli til fjölda ára, má ekki kalla þá til ábyrgðar.

Við verðum að læra af mistökunum!?  Ég hef axlað ábyrgð segir Birgir framsóknar, held að ráðherrann hans  hafi sagt það líka.   Gott fólk!  Hvað er að axla ábyrgð, blaðra eitthvað úr ræðustól Alþingis og horfa bláeygður í linsu sjónvarpsmanna?   Bull!  Það er algert lágmark að þessir menn sem fremstir eru í flokki og innvígðir í þessa nefndu hluti, axli ábyrgð með því að segja af sér.  Það er siðferðislega rétt og ekkert annað.


mbl.is Spurði hvort forsætisráðherra ætti ekki að segja af sér vegna Byrgismáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að vera algerlega sammála þér í þessu.

En satt að segja man ég bara eftir einu skipti þar sem ráðherra segir af sér. Það var hann Guðmundur Árni (félagsmálaráðherra ef mig minnir rétt)hjá Alþýðuflokknum sáluga eftir einkavinavæðinguna frægu.

Ég get nú ekki annað sagt en að hann sé meiri maður fyrir vikið í augum flestra með því að axla ábyrgðina með þessum hætti.

En þess er nú ekki að vænta af Framsóknar- né Sjálfstæðismönnum, þeir eru alltaf frekar sleipir að tala sig í kringum gagnrýnina.

Ívar (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband