Það er dálítið skondið að sjá hvert efni þessa fundar er, sérlega í ljósi þess hver boðar til fundarins.
Ef mínar upplýsingar eru réttar, þá er þessi Bjarni framsóknarmaður. 'Eg velti því fyrir mér hvort hann fari ekki á almenna fundi í þeim flokki og berjist fyrir sínum sjónarmiðum þar. Það er amk. ekki að sjá að það hafi gerst. Framsóknarflokkurinn er stóriðjuóður flokkur til fjölda ára og leiðandi afl í landinu. Þannig að óbreyttir framsóknarmenn verða að finna skoðunum sínum stað úti í hraglandanum.
Það er þetta með hægri höndina og þá vinstri!
Fjölmenni á útifundi við Urriðafoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.1.2007 | 19:45 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er skrýtið sem kemur fram hjá þér Sigmar. Af því að maðurinn er Framsóknarmaður má hann þá ekki hafa skoðanir á hlutunum á almannafæri? Verður hann bara að fara á lokaða Framsóknarfundi til að láta í ljós skoðanir sínar? Einnig talar þú um að Framsóknarflokkurinn sé "leiðandi afl í landinu" flokkur sem er með þeim minnstu samkvæmt skoðanakönnunum þessa dagana. Þú hefur greinilega mikla trú á honum.
Helgi Sigurður Haraldsson, 6.1.2007 kl. 21:09
kæri sigmar - það er rétt að við vorum úti í hraglandanum en það var vegna þess að við framsóknarmenn höfum gaman af að vera úti og getum því skoðað náttúruperlur landsins öðru vísi en bara af sjónvarpsskjá - framsóknarflokkurinn er og verður umhverfisverndarflokkur en víst þykir mér að þar megi skerpa á línunum og fundurinn gerði þar sitt gagn. bjarni framsóknarmaður
bjarni harðarson (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.