Var að klára seinasta göngutúr ársins í kringum Vífilststaðarvatn. Þakkaði árum staðarins fyrir samstafrið og ánægjunleg samskipti á liðnu ári.
Veit að ég á eftir að strunsa þennan hring oft á komandi ári, og þegar vel liggur við að hlaupa upp "Lungnabrekkuna", þarna upp að vörðunni. Frábær staður.
Þegar heim kom datt ég inn í kryddsíldina á stöð tvö. Þar var ma. rætt um innflytjendur. Furðuleg umræða á ferð. Ekki er ég stuðningsmaður Frjálslyndra, þó get ekki fundið út að þeir séu rasistar. Mér finnst nauðsynlegt að fylgjast með hvað er að gerast í innflutningsmálum og ekki síst að trygga þeim bestu aðstæður sem kjósa að setjast hér að.
Eitt sinn var ég í þeirri stöðu að þurfa að ræða við ungling (af erlendu bergi brotinn) og foreldri hans. Unglingurinn hafði dvalið í 10 ár af 15 hérlendis. Ég óskaði eftir túlk. Hugsunin var sú að móðir drengsins gæti fengið að tjá sig frjálst á því máli sem hún kynni best.
Þótt svo að hún hefði dvalið hér í 10 ár þá kunni hún varla stakt orð í íslensku, það sem meira kom á óvart að drengurinn vildi femur tjá sig á sínu móðurmáli fremur en íslensku. Ég spyr! Er þetta að taka á móti útlndinum? Það held ég ekki. Ef ég settist að í Tælandi og skyldi ekki orð af því sem talað væri í kringum mig, hefði ekki möguleika á að vita hvað tíðkaðist og hvað ekki.... Hver væri tilvera mín? Ósköp svipuð og fjölmargra nýbúa hér á landi. Óbærileg! Við verðum að hafa burði til að ræða þessi mál. Ekki bara láta gífuryrði kaffihúsaliðsins fæla okkur frá umræðunni. Við erum ekki neinir rasistar þótt svo við leggjum ekki blessun okkar á þær aðstæður sem er hér í dag. Okkur gengur allt annað og betra til en það - áttið ykkur á því þið sjálfskipuðu boðberar hinna réttu viðhorfa!
Dægurmál | 31.12.2006 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið er ég ánægður að að sjá Geir ætlar að gefa kost á sér. Þekki ekki til mannsins persónulega. Fylgst með störfum hans og treysti honum til að feta leiðina stærri skrefum en Eggert gerði.
Koma bæði körlum og konum á hærra plan í þessari göfugu íþrótt.
Veit svo sem að þetta er ekki ný frétt, en hún er það fyrir mér.
Geir gefur kost á sér sem formaður KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.12.2006 | 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fréttum var sagt frá því að ríkisendurskoðandi vildi láta stöðva greiðslur til Birgisins. Gott og vel! Hvernig væri að pólitískar ákvaðanir væru með sama hætti teknar til athugunar! Mér dettur í hug að nefna göngin fyrir norðan, þessi sem kosta 5 - 6 milljarða króna. Göng sem ætlað er að tengja saman fámennar og hrönandi byggðir.
Ef það er sóun að henda krónum stjórnlaust og vitlaust í Birgið, er það þá ekki jafn glórulaust að eyða aftur og aftur miljörðum á miljarða ofan í galnar framkvæmdir. Gerir það eyðsluna réttlætanlega þegar hún er afsprengi hrossakaupa pólitískt kjörinna fulltrúa okkar?
Guðjón Ólafur sagði á þingi eitthvað á þá leið að menn væru að drífa sig í þinghlé til að komast í skemmtireisur erlendis. Það var hart bruðgist við þessum orðum Guðjóns. Gæti verið að hann hefði eitthvað til síns máls. Trúum við því að allar þessar reisur séu svo merkilegar?
Ég legg til að settur verði upp vefur ferdalog.is, Þar sem hvejum þeim sem ferðast á kostnað hins opinbera verði gert að skrifa ritgerð um ferð sína. Gera skattborgurum þessa lands grein fyrir því lið fyrir lið hvað þeir gerðu, ávinningi ferðar og í hvað peningurinn fór sem ferðin kostaði.
Í mínu starfi þarf ég að standa klár á hverri mínútu sem ég nota eða nota ekki!
Stjórnmál og samfélag | 30.12.2006 | 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í seinasta bloggi skrifaði ég um væntanlega aftöku Saddams... Nú er hún að baki. Karlinn dauður.
Ég er ekki endilega dapur yfir því, heldur framgangi þeirra tveggja manna sem settu okkur mörlanda inn í þessa hörmulegu, skálduðu, fáránlegu atburðarás.
Annar er í Svörtuhöllum eins og Jón Baldvin kallaði að nefna stofnunina, hinn er að taka við embætti á heimsvísu fyrir hönd okkar hérlendra.
Hafa svo ekki breskir ráðherrar stundum þurft að segja af sér eftir símaspjall við vændiskonur?
Sænskir ráðherrar að segja upp starfi venga þess að ekki hafði verið greitt afnotagjald af sjónvarpi í einhverja mánuði..... það má víst telja upp fleiri þannig tilvik.
Okkar menn, já okkar menn!
Hvað er eiginlega jafnt í þessum heimi?
Dægurmál | 30.12.2006 | 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir segja í frétt á mbl.is að Saddam Hussein verði hengdur í nótt. Ég kem ekki til með að sakna hans. Hef samt áhyggjur. Hver refsar forseta Usa og forsætisráðherra UK og öllum fylgdarsveinum og meyjum þeirra.
Heldur virkilega einhver að þeirra gjörðir komi hörmungunum í Írak í dag ekkert við????
Hvað er frelsi góðir hálsar? Bera menn virðingu fyrir mismunandi menningu? Virða menn mismunandi uppruna og hefðir?
Erum við fráls þegar Saddam dinglar? Væri ef til rétt að fleiri dingluðu með honum?
Hvað er með þá sem ruddust inn í Írak á tilbúnum og alröngum forsendum?
Er okkar frelsi, okkar hugmyndir um lýðræði, endilega það sem fólkið í Írak, Íran og hinum austurlöndunum vill?
Stjórnmál og samfélag | 30.12.2006 | 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í nýlegu bloggi var manneskja að lýsa því yfir hvað ómannúðlegt væri að drepa dýr. Á hennar heimili væri ekki einu sinni stuggað við skordýrunum.
Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég skil ekki svona fólk. Í hvaða heimi er fólk sem hugsar svona. Það má auðvitað velta fyrir sér aðferðafræði við drápið. Það má líka velta því fyrir sér hvort og hvenær eigi að drepa dýr.
Við sem búum á þessu landi ættum að gera okkur góða grein fyrir því að tilvera okkar hefur staðið og fallið með því að vera í takti við náttúruna. Lifa í sátt við hana, njóta þeirra gæða sem hún hefur upp á að bjóða. Gildir þar einu hvort um er að ræða fulgla himins, fiska og dýr sjávar, bústofn.
Gaktu um nakin og borðaðu kál, ef þú vilt ekkert aumt sjá. Stingdu hausnum í sandinn.
Dægurmál | 29.12.2006 | 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tvö hugtök hafa tröllriðið umræðu í skólamálum seinustu árin. Ekki er neinn maður með mönnum nema hann geti sagt "EINSTAKLINGS MIÐAÐ NÁM" og "SKÓLI ÁN AÐGREININGAR". Hvað er þar á ferð? Náðarmeðul skólakerfisins eða eitthvað annað?
Það þarf lengri grein en hér birtist til að skapa gagnlea umræðu. Hef í huga að koma að þessum málum í töluvert mörgum bloggum á nætu mánuðum.
Hugtakið sem notað er í fyrirsögn, gefur til kynna að nám sé sniðið að þörfum hvers og eins. Er það svo? Auðvitað er það ekki þannig, ef laga ætti nám að þörfum hvers og eins þá þyrfti að fjölga svo í kennarastétt að hver kennari hefði ekki mikið meira en 5 nemendur á sinni könnu. Það er nefnlega meir en að segja að nám sé einstaklingsmiðað. Færni, geta, áhugi er á svo breiðu sviði, að vart er hægt að mæta óskum allra. Hugsunin er samt fallleg!
Hugtakið er runnið inn í ísleskt skólakerfi undan rótum Gerðar fyrrverandi fræðslustjóra Reykjavíkur. Skólaþróun hefur snúist um þetta hugtak og verið dásamað sem helsta framfaraspor á seinni tímum. Sérstaklega eru þeir sem voru í meirahluta hér í borg duglegir við að hampa þessu á mannamóum og telja sér til tekna. Núverandi meirihluti virðist ætla að gera það líka.
Til að þetta verði að einhverju öður en klisju og íþyngjandi hlutum fyrir kennara, þá verður að stórauka fjármagn til skólanna.
Það verður að viðurkennast að breyting á sér ekki stað með fjasi stjórnmálamanna, undir sjálflægum skálaræðum þeirra.
Stjórnmál og samfélag | 29.12.2006 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt á sömu bókina lært hjá þessum íþróttafréttamönnum. Þeir hafa áhuga á tilteknum greinum íþrótta og líta hinar helst ekki viðlits.
Átta þeir sig ekki á hvað það er að komast á Evróumótaröðina i golfi, átta þeir sig ekki á hvað það merkir að verða heimsmeistari í íþróttagrein, átt þeir sig ekki á hvað það merkir að vera í kringum 70 sæti á heimslistanum í tennis, á hverju átta þeir sig?
Ekki er ég að fetta fingur út í þessa ágætu menn sem urðu í þremur efstu sætunum.
Getur verið að flestir líti á golfið sem afgangs stærð góða fyrir þá sem eru hættir í öðrum íþróttum, telja þeir lyftingamenn steratappa og tennis sem gutl - ekki veit ég.
Ég er ósáttur, jafnvel þótt ég dái handbolta og fótbolta framar öllum öðrum íþróttum.
Íþróttir | 28.12.2006 | 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er verið að halda því fram að hvalveiðar séu að koma í veg fyrir markaðsskókn okkar í USA.
Það vita það allir sem það vilja vita að sókn okkar á erlenda markaði með landbúnaðarvörur hefur verið erfið. "Sókn" okkar á sér áratugalanga sögu. Útfluningsbætur, vöruskipti, og ef til vill nú seinast tilraun til arðbærra viðskipta.
Það er algerlega út í hött að halda því fram að hvalveiðar hafi eitthvað með það að gera að sala á þessum afurðum hafi gengið treglega! Tek undir með Einari sjávarútvegs og hafna þessu sem tómri steypu.
Svo skulum við ekki gleyma því að hvalveiðar eru í eðli sínu leið til að viðhalda jafnvægis í búskap hafsins. Færustu vísindamenn okkar fullyrða að stofn hvala sé svo stór að sumar tegundir mætti veiða í tuga ef ekki hundraða vís, án þess að nokkur vá sé fyrir höndum.
Það liggur líka fyrir að jafnvægi raskast í lífríkinu ef einn stofn fær friðun meðan annar er nýttur.
Þannig að okkar hlutverk er ekki að mjálma með hvalveiðibanni, okkar hlutverk er öllu fremur að verja okkar eigin hagsmuni, viðhalda jafnvægi í náttúrunni og stunda veiðar á sem flestum stofnum, en hóflega þó.
Ég man ekki betur en hluti ferðamannaiðnaðarins í denn hafi verið að fara upp í Hvalfjörð og horfa á hval skorinn?
Forðumst hræsni, leitum jafnvægis.
Dægurmál | 28.12.2006 | 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tók hjólið fram í dag eftir langa bið. Hjólaði mína10 km og naut hvers meters. Rifjaðist upp fyrir mér hjólatúr frá því í endaðann september. Deili með ykkur atburðum úr þeirri ferð.
Var á hjólagrein á göngustíg í Fossvoginum. Framundan hópur fólks á göngu, einn leiðir hjólið sitt. Þegar um 2-3 er í að ég mæti hópnum þá tekur sá er leiðir hjólið sig út úr og skellir hjólinu þvert í veg fyrir mig. Klessa!! Ég hendist af hjólinu og lendi (eftir á að hyggja) á stýrisbúnaði annars hjólsins. Ligg sem sagt ofan á hjólunum. Mig verkjar ferlega, á mjög erfitt með að ná andanum. Staulast á fætur, get þó varla staðið. Heyrði einhverja segja, er eitthvað að!!!
Gat ekki staðið og náði varla andanum, sat á hækjum mínum og barðist við að innbyrða súrefni og yfirvinna sársauka.
Gat ekki svarað spurningum. Man þó að ég stundi upp á endanum: "Hélt að umferðarreglur væru gildandi hér".
Fólkið tók að hvefa á braut og ég illan haldinn. Þá segir konan: "Heyrðu er hjólið þitt óskemmt?" Hún var ekki að tala við mig, heldur karlinn sinn, þann hinn sama og setti hjólið þvert fyrir mig.
Svo fóru þau! Ég seið að bekk sem var nærri og "sat" þar í stundarfjórðung eða svo. Staulaðist svo heim (um 4 km).
Þegar heim var komið kom í ljós að ég var illa skorinn á síðunni og verkur yfir brjóstinu ekki minni en áður. Drifinn á Slysó. Þar var máli litið alvarlegum augum. Rannsakaður, saumaður, lungamynd, rönkenmynd, hjaralínurit. Læknir sagði að svo mikil hætta væri á innvortist skaða þegar útvortisáverkar væru með þeim hætti sem ég hafði hlotið. 10 spor, brotin rifbein en heill að öðru leyti. Læknir útskrifar mig með resefti og þeirri spurningu hvort það sé virkilega rétt skilið að fólkið sem ég átt samskipti við í Fossvogsdalnum hafi farið af vettvangi án þess að bjóða hjálp, hafa samband við 112, eða bjóðast til að koma mér á slysavarðstofuna.
Jú, réttur var sá skilnigur læknisins.
Það sem stendur upp úr, af atburðum þessum er þegar konan spurði manninn sinn hvort hjólið hans hefði skemmst.
Mikið væri gaman að fólkið sem ég er að tala um, læsi þetta blogg þekkti atburðinn og skammaðist sín.
Svo mætti það borga mér 15000 í læknis og lyfjakostnað venga atviksins. Ég mundi aldrei láta mér detta í hug að svona fólk bæðist afsökunnar á háttsemi sinni.
Dægurmál | 28.12.2006 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 390
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar