Jólin

Þá styttist í skötuna.  Undirbúningur alveg á fullu.  Hátíðin gengur senn í garð.  Met jól í innkaupum er sagt.  Allir í kappi að koma draslinu í umbúðir svo hægt sé að skapa stemmingu þegar tætt er innan úr á aðfangadag.  Fjölmargir fara í kirkju á þeim degi, svo er það maturinn og síðan pakkarnir.  Allt látið líta út með þeim hætti að andi jólanna svífi yfir.   Hvaða andi er það annars?

Slepjan hangir yfir öllu, fullt af fólki sem man guð sinn aldrei nema á jólum og varla þá.   Söngurinn var svo góður, stemmingin svo mikil, ræðan góð hjá presti, þörf áminning.  Já, við leikum okkur í kringum heilagleik hátíðarinnar.   Þetta snýst samt allt um peninga, fríið, gjafirnar, matinn.

Held að guð almáttugur sé sá misnotaðsti sem við þekkjum.  

Mikið má hann líða að þurfa að horfa upp á þetta allt!  

Er hann ekki örugglega til?

 Man Un. er að fara í leik nú rétt á eftir - það er raunverulegt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband