Mikill áhugamaður um knattspyrnu eins og ég hef oft velt því fyrir mér hvort Eiður sé alveg eins góður og við landar hans höldum.
Auðvitað er hann mjög góður, en ég get ekki varist þeirri hugsun að við ofmetum hann stórkostlega. Sé það rétt hjá mér þá tel ég ekki það honum sjálfum ekki til góðs. Auðvitað varð hann meistari tvisvar sinnum á englandi, en gleymum því ekki að hans helsta hlutskipti seinna árið var að verma bekkinn. Sjaldan í byrjunarlið og oftast skipt út af í seinni hálfleik.
Spánverjar eru auðvitað að sækjast eftir honum vegna þess að hann er góður. Mér finnst alveg ljóst að hann var ekki fenginn til liðsins nema þá helst að vera til staðar þegar aðlamenn liðsins forfölluðust, eins og gerst hefur í vetur.
Það er alveg ljóst að ef Edu hefði ekki slasast þá væri hlutskipti hans að sitja á bekknum. 10 mörk hefur hann skorað, en þegar maður horfir á hann á velli, þá sér maður lítinn dugnað og ekki neinar alvöru tæklingar. Hann bíður boltans og í færum er honum æði mislagðar hendur (fætur).
Stundum fæ ég það á tilfinninguna að það að fara fyrir honum eins og Garðari Hólm í sögu Laxness, að sagan segi að hann sé mun betri en hann er.
Hann er flottur fótboltamaður, en ég tel hann ekki jafn góðan og sögurnar segja. Slíkt er fyrst og fremst honum í óhag.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.