Færsluflokkur: Lífstíll

Fyrirmynd

Ferlegt að sjá þetta fullorðna fólk sem maður mætir hjálmlausu á hjóli.   Skondnara, sorglegra þegar krakkarnir eru með hjálm, konan en karlinn er hjálmlaus.    Ætla í raun ekki að predíka neitt, en bendi hiklaust á öll þau óhöpp stór sem smá sem henda fólk við þessa ágætu iðju að hjóla.   Sjálfur gæti ég vitnað (3 tilvik) um ágæti hjálmsins og gagn sem hann veitir.   Mest um vert er að fullorðnir gangi fram fyrir skjöldu og sýni fordæmi, noti hjálm í hvert eitt sinn sem hjól er notað.  

Það er í þessu eins og svo mörgu öðru að besta forvörnin er fyrirmyndin sem við þeir eldri sýna 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Próf í stærðfræði!

Var að fara yfir próf sem nemendur mínir voru að taka.   Þetta eru krakkar á fermingarárinu og hópurinn hefur það markmið að klára stærðfræðiefni grunnskólans árinu fyrr og fara í samræmt próf í lok 9.bekkjar.    Þetta var 7 próf vetrarins. hópurinn stendur sig svo vel.  Meðaltal úr öllum prófum er rétt um 8,5. 

Það er svo mikil ánægja sem fylgir því að umgangast metnaðarfulla, vel gerða unglinga sem geisla af áhuga og uppfullir af heilbrigðum metnaði.  Þessir unglingar eru til, fullt af þeim!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband