Fyrirmynd

Ferlegt að sjá þetta fullorðna fólk sem maður mætir hjálmlausu á hjóli.   Skondnara, sorglegra þegar krakkarnir eru með hjálm, konan en karlinn er hjálmlaus.    Ætla í raun ekki að predíka neitt, en bendi hiklaust á öll þau óhöpp stór sem smá sem henda fólk við þessa ágætu iðju að hjóla.   Sjálfur gæti ég vitnað (3 tilvik) um ágæti hjálmsins og gagn sem hann veitir.   Mest um vert er að fullorðnir gangi fram fyrir skjöldu og sýni fordæmi, noti hjálm í hvert eitt sinn sem hjól er notað.  

Það er í þessu eins og svo mörgu öðru að besta forvörnin er fyrirmyndin sem við þeir eldri sýna 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhver sérstök ástæða fyrir fullorðið fólk á hjóli að vera með hjálm?, sjá t.d. hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Bicycle_helmet#The_helmet_debate

Ágúst (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Sigmar Hj

Mér sýnist menn vera að gefa sér dálítið í þessari annars fróðlegu grein.  Mér sýnist þessi röksemd sem notuð er gagnvart nagladekkjum vera uppvakin þarna, þ.e. að sá sem er með hjálm fari ekki eins varlega og hinn sem er án hans.   Á einum stað er nefnt að hjólreiðar (þessar venjulegu)  séu lítt hættumeiri en ganga.   Sko!  Sá sem dettur á hjóli og sá sem dettur í göngu, það eru klárlega mjög mismunandi aðstaða sem þeir eru í.  Ein stutt í lokin:  Skrapp út að hjóla, var eiginlega bara að prófa nýtt hjól.  Ætlaði mér ekki að setja upp hjálm, enda var hugmyndin að skreppa í 2-3 mín.  Ætlaði að sleppa hjálminum.  Fór inn á göngustíg (malarstígur), við enda hans í beygju hafði einhver grafið holu, holu sem framgjörðin smellpassaði í.  Ég átti ekkert val, framhjólið skorðaðist í holunni og ég flaug framyfir og lendi í grjóti þarna við hliðina, hjálmurinn rústaður og ég samt illa skrámaður en slapp.   Ég nota hjálm því ég  tel það augljóslega ómaksins virði og skaðar örugglega ekki, frekar hitt.

Sigmar Hj, 31.7.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband