Það var nýlega orðað og ekki í fyrsta sinn að nauðsyn bæri til að fjölga konum í stjórnunarstörfum.
Þetta er auðvitað sáraeinfalt og eðlilegt að segja si svona. Jafnt af hvoru kyni hvar sem er, það er það sem við öll viljum.
Er þetta ætíð svona einfalt? Fyrir um ári síðan sótti ég um starf, sem ég fékk ekki. Útskurðaður hæfur ásamt 6 öðurum af um 30 umsækjendum. Viðtöl og allur sá pakki. Löngu áður en ég fór í viðtal var mér tjáð að þetta væri meiri tímaeyðslan hjá mér, starfinu væri þegar úthlutað (nafn nefnt)!?
Ekki trúði ég því, fór í viðtal. Sú sem sannanlega réði í stöðuna forfallaðist og var ekki viðstödd. Viðtalið fór fram og allt leit vel út, þeir kvöddu mig með þeim örðum að lang líklegast að ég yrði kallaður aftur til viðtals og þá þannig að sú valdamikla væri viðstödd og gæti spurt þeirra spurninga sem hún vildi.
Ég beið, svo kom símtal. Sæll búið er að ráða í stöðuna...... var ráðin. Þakka áhuga þinn á starfinu.
Sú sem réði, talaði ekki orð við mig, aldrei hvorki fyrr né síðar, hafði heldur ekki samband við meðmælendur mína, en réði þá sem áður var nefnd.
Nú halda sumir að etv. sé ég sár lúser - það er of einföld skýring.
En ég spyr þá á móti, hver er forsenda svona ráðningar? Pilsfaldalýðræði kanski?
Hvenær er jafnrétti?
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.