Dapur

Í seinasta bloggi skrifaði ég um væntanlega aftöku Saddams...   Nú er hún að baki.  Karlinn dauður.

Ég er ekki endilega dapur yfir því, heldur framgangi þeirra tveggja manna sem settu okkur mörlanda inn í þessa hörmulegu, skálduðu, fáránlegu atburðarás.

Annar er í Svörtuhöllum eins og Jón Baldvin kallaði að nefna stofnunina,  hinn er að taka við embætti á heimsvísu fyrir hönd okkar hérlendra.

Hafa svo ekki breskir ráðherrar stundum þurft að segja af sér eftir símaspjall við vændiskonur?

Sænskir ráðherrar að segja upp starfi venga þess að ekki hafði verið greitt afnotagjald af sjónvarpi í einhverja mánuði.....  það má víst telja upp fleiri þannig tilvik.

Okkar menn, já okkar menn!

Hvað er eiginlega jafnt í þessum heimi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband