Umferðaröryggi!

Þeir hjá sjónvarpinu voru að sýna glefsur úr gömlum Kastljósum.    Meðal annars var rifjað upp viðtal við Arnalds strákinn, frambjóðandann í Árborg.   Hvað hafði hann sér til frægðar unnið?  

Keyrt fullur á vegi sem var svo mjór að hann strauaði eitthvað sem á leið hans var.  

Hljóp (gekk, skreið, staulaðis) svo víst burtu af vettvangi.

Svo var það ekki fyrir löngu síðan að sami "frambjóðandinn"  birtist í fréttaviðtali í sjónvarpi.  Hvað var rætt um?   Umferðaröryggi og nauðsyn þess að leggja 4 akreinar austur yfir fjall.  Hann var að því er virtist helsti talsmaður og erindreki hugmyndarinnar.

Af öllum góðum var ekki til neinn betri til talsmaður annars góðrar hugmyndar? 

Má vera að hann hefði sloppið með skekkinn á tvöfaldri akbraut?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband