Tók hjólið fram í dag eftir langa bið. Hjólaði mína10 km og naut hvers meters. Rifjaðist upp fyrir mér hjólatúr frá því í endaðann september. Deili með ykkur atburðum úr þeirri ferð.
Var á hjólagrein á göngustíg í Fossvoginum. Framundan hópur fólks á göngu, einn leiðir hjólið sitt. Þegar um 2-3 er í að ég mæti hópnum þá tekur sá er leiðir hjólið sig út úr og skellir hjólinu þvert í veg fyrir mig. Klessa!! Ég hendist af hjólinu og lendi (eftir á að hyggja) á stýrisbúnaði annars hjólsins. Ligg sem sagt ofan á hjólunum. Mig verkjar ferlega, á mjög erfitt með að ná andanum. Staulast á fætur, get þó varla staðið. Heyrði einhverja segja, er eitthvað að!!!
Gat ekki staðið og náði varla andanum, sat á hækjum mínum og barðist við að innbyrða súrefni og yfirvinna sársauka.
Gat ekki svarað spurningum. Man þó að ég stundi upp á endanum: "Hélt að umferðarreglur væru gildandi hér".
Fólkið tók að hvefa á braut og ég illan haldinn. Þá segir konan: "Heyrðu er hjólið þitt óskemmt?" Hún var ekki að tala við mig, heldur karlinn sinn, þann hinn sama og setti hjólið þvert fyrir mig.
Svo fóru þau! Ég seið að bekk sem var nærri og "sat" þar í stundarfjórðung eða svo. Staulaðist svo heim (um 4 km).
Þegar heim var komið kom í ljós að ég var illa skorinn á síðunni og verkur yfir brjóstinu ekki minni en áður. Drifinn á Slysó. Þar var máli litið alvarlegum augum. Rannsakaður, saumaður, lungamynd, rönkenmynd, hjaralínurit. Læknir sagði að svo mikil hætta væri á innvortist skaða þegar útvortisáverkar væru með þeim hætti sem ég hafði hlotið. 10 spor, brotin rifbein en heill að öðru leyti. Læknir útskrifar mig með resefti og þeirri spurningu hvort það sé virkilega rétt skilið að fólkið sem ég átt samskipti við í Fossvogsdalnum hafi farið af vettvangi án þess að bjóða hjálp, hafa samband við 112, eða bjóðast til að koma mér á slysavarðstofuna.
Jú, réttur var sá skilnigur læknisins.
Það sem stendur upp úr, af atburðum þessum er þegar konan spurði manninn sinn hvort hjólið hans hefði skemmst.
Mikið væri gaman að fólkið sem ég er að tala um, læsi þetta blogg þekkti atburðinn og skammaðist sín.
Svo mætti það borga mér 15000 í læknis og lyfjakostnað venga atviksins. Ég mundi aldrei láta mér detta í hug að svona fólk bæðist afsökunnar á háttsemi sinni.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.