Þá hafið þið tækifærið!

Það er ekki bara leikskólinn sem býr við kröpp kjör.  Grunnskólinn gerir það einnig.  Það mætti fara mörgum orðum um þá hluti, en í svona bloggfrétt aðeins þetta:       Bætt kjör starfsmanna eru besta leiðin til að bæta og efla skólastigin.   Hvaða vit er a að góður starfsmaður skuli ekki ná nema 260.000 eftir aldarfjórðungs starf. Hvaða vit er að  byrjandi í starfi nái ekki 200.000 í útborguðum launum eftir mánuðinn.   Hvaða vit er að hæla sér af skólastefnu "skóli án aðgreiningar" þegar fjármunir eru ekki látnir fylgja með.   Hvaða vit er í því að trúa stjónmálamönnum þegar þeir tala um kjaramál og kjaradeilur, ja það er ekkert vit því þeir hljóma flestir eins og að kjarasamningar komi af himnum ofan  og komi amk. þeim ekki við.   Sveitastjórnarmenn tala um það sem happ að grunnskólinn skuli hafa verið fluttur á forræði sveitarfélaga,  höfum við hugsað það hvers vegna framhaldsskólakennarar vilja ekki sjá þannig flutning við óbreyttar aðstæður.

Reykjavíkurlistinn getur ef vilji er fyrir hendi leiðrétt kjör þeirra stétta sem innan skólans starfa.  Eftir slíka aðgerð gætu þau með góðri samvisku farið að tala um betri skóla, þroskaðra skólastarf, bjartari framtíð.

Grípið tækifærið núna, sýnið að þið meinið eitthvað með orðum ykkar.  Sýnið mér að þið látið orð og efndir fara saman. 

Nú er tækifærið að standa við stóru orðin. 


mbl.is Oddný Sturludóttir formaður menntamála í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband