Bloggið

Eins og margir hafa sagt, þá virðist sem svo að sumir haldi stöðu sinni á forsíðu bloggsins klukkustundum saman  ef ekki dögum saman.   Ekki veit ég hvort það er vegna þess að þeir eru á einhverjum samningi, eða þá hitt að þetta eru oftast þekktar persónur úr þjóðlífinu.  Smáborgarinn í okkur vill alltaf fylgjast með fræga fólkinu, ekki satt?

Hitt veit ég líka að blogg okkar óbreyttra stendur svo stutt við á síðunni og fær þess vegna eðli málsins samkævmt oft á tíðum litla athygli.

Á maður að líta á þetta blogg sitt sem dagbókarfærslur sem hugsanlega væri gaman að lesa eftir ár eða tvö. Jafnvel að viðurkenna að þetta eru allt skrif fyrir fáa, jafnvel ekki fyrir neinn.

Samt tel ég það eftirgjöf, því ég verð að upplýsa að mörg bloggin vekja hjá mér ánægju þótt svo þau séu ekki lesin af mörgum.

Hvað þá?  Fara á Sægreifann og fá sér súpu og hrefnuspjót - það er lífið. 

Blogga svo pínu í viðbót...........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband