Samfylkingin úti að aka

Var að hlusta á Jón Baldvin í þættinum hans Egils.   Alltaf er gaman að hlusta á karlinn, hann virðist samt búinn að gleyma hversu mistækur hann var sjálfur á köflum þegar hann var og hét. 

Egill spurði Jón hvers vegna Samfylkingin væri með jafn lítið fylgi og raun bæri vitni um.  Jón lýsti því sem sinni skoðun að þessi tilraun væri sennilega að mistakast.   Nokkrar ástæður nefndi hann til, ss. að flokknum hefði mistekist að greina þau aðkallandi vandamál sem fyrir lægju.  Að ráðherrar í skuggaráðuneyti flokksins væru ekki sýnilegir og um leið ekki með nein svör við spuningum sem skipti máli.  Auðvitað kemur þetta ekki neitt á óvart.   Það voru fjölmargir sem áttuðu sig á því þegar í upphafi að þessi tilraun gæti aldrei tekist.   Klárlega fædd andvana.  Hvers vegna?  Jú, það eru gömul sannindi og ný og ætti öllum að vera ljóst að góður matur verður aldrei búinn til úr afgöngum.

Pólitísk stefnumörkun verður að vera byggð á einhverjum þeim sannindum sem flokksmenn geta sameinast um.  Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og einhverjir fleiri það var grunnurinn.  Grunnur sem var sprunginn þvers og kurs frá upphafi.  Þetta vissu flestir, þannig að í því ljósi eru orð Jóns ekki nein tíðindi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég er ekki alveg sammála þessu með afgangana.  Gæði matarins fara auðvitað eftir þvi, hver kokkurinn er!

Júlíus Valsson, 28.1.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband