Gjaldkerar

Alveg að truflast út af þessum nútíma gjaldkerum í bankakerfinu!   Undantekningarlaust þá er hluti þeirra einbeittur á skjáinn og afgreiðir viðskiptavininn  með hangandi hendi.   Hef tekið eftir þessu  við öll þau fáu tækifæri þegar ég bregð mér í banka.  Hvað er að gerast?  Þeir (þær) eru angurværir og ótrúlega oft  flissandi í átt að skjánum um leið og þær segja:  "Hvað var það?" Flissa svo pínulítið meira að skjánum.   Hver er kennitalan?  Þær slá hana inn með tilþrifum, eða það hlýtur að vera þegar það tekur heila mínútu að slá inn 10 stafi með þvílíkum látum að mér sýnist kennitalan mín allt í einu vera heil ritgerð.   Svo flissa þær pínulítið meir og brosa við skjánum, líta svo freðnum augum á mig um leið og þær segja: "Takk fyrir, var það nokkuð fleira?".  

Hvar eru þessir gömlu virðulegu gjaldkerar sem maður hélt að réðu öllu peningaveldi heimsins?

Þessir ábúðafullu einstaklingar sem maður trúði fyrir velferð sinni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband