Vinnuskóli-hvað?

Mikið verið að hjóla um Fossvogsdalinn, Árbæ og Breiðholt.  Ekki fer á milli mála að maður rekst á fjölda hópa Vinnuskólaunglinga.  Dapurt frá því að segja að maður sér þessa krakka nánast aldrei vera að gera neitt, þau liggja þarna innan um einhver verkfæri og afkasta litlu langtímum saman.

Sjaldnast sér maður leiðbeinandann nærri vinnuhópnum.  Ef til vill er þessum krökkum vorkun, er kennslan, leiðbeiningin hvatningin nægjanleg?

Fyrir hefur komið að viðtöl birtast í blöðum við forstöðukonu Vinnuskóla Reykjavíkur, þar ræðir hún um dugnað, hvað reynt sé að lífga upp á starfið og gera það gleðilegt með margvíslegum uppákomum.  Hún talar um þjarka, Græna heri eða eitthvað álíka.  Eins og málið snýr að mér þá vantar mikið upp á að krökkun sé kennt að vinna, að vinnusiðferði sé byggt upp hjá þeim.

Áttum okkur á því að fjölmargir unglingar eru að kynnast launavinnu fyrsta sinni í Vinnuskólum.   Teljum við það ásættanlegt að þeir dundi sér heilu dagana við svo sem ekki neitt nema láta tímann líða?

Er nóg að skrifa fagrar skýrslur og gefa digrar yfirlýsingar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband